„Það er enn fullt af spurningum ósvarað“ Kristrún Frostadóttir segir ljóst að ekki var vel staðið að sölu Íslandsbanka. Með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé komin önnur rannsóknin sem sýni að pottur var verulega brotinn í ferlinu. Ríkisstjórnin þurfi að taka forystu í málinu og setja á fót rannsóknarnefnd. 23.6.2023 22:41
Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23.6.2023 21:29
Ofsótti lesbískt par í marga mánuði og hótaði þeim lífláti Kona var í dag dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir umsáturseinelti sem beindist að lesbísku pari. Konan sat um, hrellti og niðurlægði konurnar ítrekað í rúmlega fjóra mánuði vegna kynhneiðgar þeirra. 23.6.2023 20:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar í kvöld fjöllum við um 1,2 milljarða króna sekt sem Íslandsbanki hefur samþykkt að greiða vegna brota á reglum við framkvæmd á útboði á hlut ríkisins í bankanum á síðasta ári. Bankastjórinn íhugar ekki stöðu sína en vildi ekki tjá sig við fréttastofu um hvort starfsfólki hefði verið sagt upp vegna málsins. 23.6.2023 18:19
Bankasýslan hafði enga aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins Bankasýsla ríkisins segist ekki hafa haft neina aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins í tengslum við bankasöluna á síðasta ári. Bankasýslan segist ekki geta brugðist við fréttunum þar sem sáttin hefur ekki verið birt. 23.6.2023 17:40
Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23.6.2023 00:00
„Mér fannst þetta góður fundur“ Svandís Svavarsdóttir hefur ekki áhyggjur af ríkisstjórnarsamstarfinu þrátt fyrir hörð orð úr átt Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á hitafundi um hvalveiðar í kvöld. Ákvörðun hennar um frestun hvalveiða hafi verið fagleg og vel undirbyggð þó tímasetningin hafi verið óheppileg. 22.6.2023 22:56
Starfsbrautir í MR og Kvennó og öllum boðin skólavist í dag Stjórnarráðið tilkynnti í dag að Menntaskólinn í Reykjavík auk Kvennaskólans komi til með að bjóða upp á nám á starfsbraut næsta haust. Í tilkynningu segir að allir umsækjendur um nám á starfsbraut muni fá boð um skólavist í dag. 22.6.2023 19:34
Farþegar kafbátsins látnir OceanGate, fyrirtækið sem stóð fyrir leiðangri kafbátsins Titan, hefur greint frá því að farþegar kafbátsins séu látnir. Talið er að kafbáturinn hafi sprungið eða fallið saman undan þrýstingi vegna galla. 22.6.2023 18:58
Hannes afhenti Selenskí trúnaðarbréf sitt Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Varsjá, afhenti í gær Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. 22.6.2023 17:41