Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lifði af þrjá­tíu metra fall ofan í Miklagljúfur

Þrettán ára drengur lifði af þrjátíu metra fall ofan í Miklagljúfur í Arizona á þriðjudag. Hann hafði sest á hækjur sér til að vera ekki fyrir á ljósmyndum ferðamanna þegar hann féll aftur á bak niður í gljúfrið. 

Söng­leikja­höfundurinn Tom Jones látinn

Rithöfundurinn og söngleikjahöfundurinn Tom Jones er látinn 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu.

Um­ferð á hring­veginum aldrei verið meiri

Aldrei hefur mælst meiri umferð á hringveginum í einum mánuði og í júlí síðastliðnum. Samkvæmt Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði um sjö prósentum meiri en árið 2022 og slái öll umferðamet.

Segjast hafa af­hjúpað kín­verskan njósnara sem CIA tældi

Kínversk yfirvöld segjast hafa afhjúpað kínverskan njósnara sem vann fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Maðurinn vann í kínverskum hergagnaiðnaði og á að hafa boðist að flytja til Bandaríkjanna í skiptum fyrir viðkvæmar hernaðarupplýsingar.

Alda kveður Sýn

Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn hf., hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hún var ráðin sem framkvæmdastjóri í nóvember síðastliðnum.

Blindaðist af sól og klessti á ljósa­staur

Það var heldur rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina. Nokkur mál komu upp vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og voru tveir kærðir fyrir að aka réttindalausir.

Sí­renurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn

Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53.

Sjá meira