Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, sem byggir á sígildu ævintýri Dr. Seuss. Söngleikurinn verður frumsýndur á stóra sviðinu í nóvember, Valur Freyr Einarsson leikstýrir honum og verður hulunni svipt af leikhópnum á næstunni. 14.1.2026 16:17
Baltasar Samper látinn Katalónsk-íslenski listmálarinn Baltasar Samper er látinn, 88 ára að aldri. 14.1.2026 13:14
Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Logi Geirsson, handboltasérfræðingur í Stofunni, birti á Instagram í gærkvöldi nokkuð skondinn kröfulista fyrir útsendingar Ríkisútvarpsins á EM í handbolta í janúar. Logi bað þar meðal annars um persónulegan aðstoðarmann, einkabílastæði og suðræna tónlist. Logi segir að um „létt grín“ hafi verið að ræða en hefur samt eytt myndinni. 14.1.2026 12:12
Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Árshátíð borgarstjórnar Reykjavíkur var haldin með pompi og prakt í Höfða um helgina. Um er ræða fyrstu árshátíð Heiðu Bjargar Hilmisdóttur sem borgarstjóra en það styttist óðfluga í næstu kosningar. 13.1.2026 13:23
Diddy selur svörtu einkaþotuna Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefur selt mattsvarta Gulfstream G550-einkaþotu sína. Þotan var framleidd árið 2015 og hefur verið í leiguflugi á meðan Combs hefur setið í fangelsi. 13.1.2026 12:33
Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Fótboltamaðurinn Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur undir listamannsnafninu Gummi Tóta, og unnusta hans, rekstrarverkfræðingurinn Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, eiga von á öðru barni sínu. 13.1.2026 10:19
Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir fékk heilablóðfall á Spáni milli jóla og nýárs og hefur legið á spítala í Málaga síðan. Hún kemur heim til Íslands í læknisfylgd í dag og hefur í kjölfarið endurhæfingu. 13.1.2026 10:04
„Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Almannatengillinn Ólöf Skaftadóttir hafði það náðugt með Magnúsi sínum Ragnarssyni, formanni Tennissambands Íslands, á Trump National Doral í Miami í Flórída yfir hátíðarnar. Rúmlega 25 ára aldursmunurinn á þeim tveimur var ekkert í líkingu við aldursmun annarra para á hótelinu. 12.1.2026 14:33
Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Snyrtifræðingurinn Gurrý Jónsdóttir hélt upp á 35 ára afmæli sitt á Tenerife á laugardag og tróðu þar upp Ingó veðurguð, Prettyboitjokkó og Himpsumhaps. Fjöldi góðra gesta mætti en athygli vakti að áhrifavaldurinn Sólrún Diego, sem heldur úti hlaðvarpinu Spjallinu með Gurrýju og Línu Birgittu, mætti ekki. 12.1.2026 11:32
Magnús Eiríksson er látinn Magnús Eiríksson, texta- og lagahöfundur, er látinn 80 ára að aldri. 9.1.2026 16:25