Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Björgvin Franz Gíslason leikari var að hjóla eftir hjólastíg þegar bíll bakkaði næstum á hann. Hann náði að forða sér undan bílnum en flaug af hjólinu, skall á jörðinni og úlnliðsbrotnaði. Björgvin mun því þurfa að leika Elsu Lund í fatla í vetur. 26.8.2025 14:45
Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Patrekur Jaime hefur verið edrú í um tvö ár eftir að hafa séð sjálfan sig drukkinn í sjónvarpsþáttunum Æði. Hann styður Gleðigönguna en segir hana ekki vera vettvang fyrir sig og honum hafi liðið eins og í dýragarði í eina skiptið sem hann tók þátt í henni. 26.8.2025 13:45
Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Fyrsta stiklan fyrir aðra seríu grínþáttanna Bannað að hlæja er komin á Vísi. Í þáttunum býður Auðunn Blöndal 25 fyndnum einstaklingum í fimm ólík matarboð og kemst einn áfram í hverjum þætti í lokamatarboð. Eina reglan er: það er bannað að hlæja. 26.8.2025 11:15
Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Will Smith hefur verið sakaður um að nota gervigreind til að fjölga aðdáendum sínum í nýju myndbandi af yfirstandandi tónleikaferðalagi hans. 26.8.2025 09:28
Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Fyrsta kitlan úr rómantíska spennutryllinum Eldunum er komin á Vísi. Eldarnir er fyrsta kvikmynd Uglu Hauksdóttur, skartar Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur og Pilou Asbæk í aðalhlutverkum og verður frumsýnd hér á landi 11. september. 25.8.2025 07:28
Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hljóp berfættur heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og kom í mark á tæplega sjö klukkutímum með illa farnar tær. 24.8.2025 15:05
Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Töluverðrar óánægju gætir innan hlaupasamfélagsins með framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Skipting í almennan flokk og keppnisflokk tókst ekki betur en svo að fyrri hópurinn teppti fyrir þeim seinni. Íslandsmeistari í maraþoni segir mistök brautarstarfsmanns mögulega hafa kostað sig sigur. 24.8.2025 13:46
Skúli hannaði hof fyrir Grímu Brúðkaup Skúla Mogensen athafnamanns og Grímu Bjargar Thorarensen innanhúshönnuðar fór fram í hofi sem Skúli hafði hannað sérstaklega fyrir brúðkaupið. 24.8.2025 11:47
Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Tónlistarkonan Katy Perry mun bera vitni frammi fyrir dómara á fimm ára afmælisdegi dóttur sinnar í tengslum við fasteignadeilur í Santa Barbara sem ná fimm ár aftur í tímann. Fyrir tíu árum átti Perry í deilum við hóp nunna vegna kaupa á nunnuklaustri. 24.8.2025 09:49
Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Hæð yfir Norðursjó og lægðarsvæði vestur og suðvestur af Íslandi beinir hlýju og röku lofti til landsins í dag. Því verður sunnan og suðaustan stinningsgola en sums staðar má búast við strekking og rigningu með köflum. Nokkuð hlýtt verður, eða á bilinu þrettán til 22 stig. 24.8.2025 08:05