Frjósemi stór partur af sjálfsmynd fólks og erfitt þegar hún bregst Karlar og konur sem greinast með krabbamein eru líklegri til að glíma líka við ófrjósemi. Frjósemi er stór partur af sjálfsmynd fólks og margir sem taka henni sem sjálfsögðum hlut. Aldís Eva Friðriksdóttir er ein fimm fyrirlesara á málþingi um ófrjósemi og krabbamein síðar í dag. 12.9.2023 14:09
Eldgosin upphaf elda á Reykjanesskaganum Enn og aftur mælist landris á Reykjanesskaga. Aflögunin er þó enn svo lítil að hún mælist ekki á gervitunglamyndum. Síðasta eldgosi lauk fyrir rúmum mánuði en stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga frá goslokum var síðasta sunnudag. Hann var 3,8 að stærð. 12.9.2023 11:56
Hægriflokkurinn með meirihluta í Noregi Hægriflokkurinn Høyre hlaut víða meirihluta í sveitarstjórnarkosningum í Noregi í gær. Nærri 100 ár eru síðan Høyre var stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 12.9.2023 09:45
Sáu borgarískjaka í gærkvöldi vestur af landinu Borgarísjaki sást í um 80 kílómetra fjarlægð frá Hornströndum í gærkvöldi. 12.9.2023 08:19
Norðmaðurinn dæmdur fyrir ósæmilega meðferð á líki Norskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar í Svíþjóð. Hann geymdi lík sambýliskonu sinnar í frysti á sveitabæ sínum í fimm ár. 11.9.2023 13:47
Kafarar á leið að skipinu til að meta skemmdir Kafarar eru á leið að þýsku flutningaskipi sem liggur nú við Sundabakka. Mengunargirðing er umhverfis skipið vegna gruns um olíuleka. Búið er að staðfesta skemmdir á skipinu en ekki umfang þeirra. 11.9.2023 10:36
Samhæfa leitaraðgerðir með innlendum og erlendum teymum Leitarteymi frá Bretlandi, Spáni, Sameinaða arabíska furstadæminu og Katar eru komin eða á leiðinni til Marokkó til að aðstoða við leit og björgun. Tala látinna hækkar enn og fjöldi slasaðra. 11.9.2023 09:02
„Aldraðir eru bara ég og þú eftir tuttugu eða þrjátíu ár“ Yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum segir flöskuhálsinn víða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Það skorti á heildarsýn og að gert sé ráð fyrir mikilli fjölgun aldraðra og veikinda þeirra. Sama hvort þau eru líkamleg eða andleg. 11.9.2023 06:35
Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7.9.2023 08:01
Óvænt að finna leiðbeiningar til íslenskra kvenna um þungunarrof Á ársgömlum vef um Rauðsokkur er að finna allskonar skjöl, frásagnir, teikningar og myndir frá baráttu Rauðsokka á síðustu öld. Þeirra verður minnst á málþingi í dag. 7.9.2023 06:00