Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Per­sónu­vernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsu­gæsluna

Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Persónuvernd komst að því að vinnsla persónuupplýsinga með þessum hætti hefði ekki verið heimil. Meðal aðila voru Samgöngustofu, KSÍ, Janus endurhæfing og fjöldi sjálfstætt starfandi heilsugæsla.

Eldur í mathöllinni í Hvera­gerði

Eldur kviknaði í morgun í djúpsteikingarpotti á veitingastað Yuzu í Gróðurhúsinu, mathöllinni í Hveragerði. Slökkvilið vinnur nú að því að tryggja vettvanginn og reykræsta. Útkallið barst um klukkan 11.25 til slökkviliðsins.Mathöllin er lokuð en opnar aftur seinnipartinn. 

Hanna húfu til styrktar björgunar­sveitunum

66°Norður hefur hannað ullarhúfu í samstarfi við Landsbjörg til styrktar björgunarsveitum landsins. Húfan fer í sölu í dag en allur ágóði af sölunni rennur til styrktar Landsbjörgu.

Gætu þurft að breyta þrjá­tíu kíló­metrum aftur í mala­veg

Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, gerir ráð fyrir því að fletta þurfi malbik af einhverjum vegum á Vesturlandi bregðist stjórnvöld ekki við viðhaldsskuld á svæðinu. Vegagerðin hafi verið undirfjármögnuð síðustu tvö til þrjú ár í viðhaldi. Þau hafi ekki náð að gera eins mikið og þau vilji gera og þá „missi þau niður vegina“.

Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið

Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. 

Hópsýking á þorra­blóti í Brúar­ási

Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir um 25 staðfest smit vegna matarsýkingar sem kom upp á þorrablóti í Brúarási í Múlaþingi. Heilbrigðiseftirlitið, HAUST, og Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vinna að smitrakningu. Búið er að taka sýni úr afgöngum. 

Átta mánaða kettlingur greinist með fugla­flensu

Skæð fuglaflensuinflúensa af gerðinni H5N5 greindist í gær í sýni sem tekið var úr ketti frá Raufarhöfn fyrir viku síðan. Í tilkynningu frá Matvælastofnun, MAST, segir að um sé að ræða átta mánaða gamlan kettling sem varð skyndilega veikur.

Getur nú greitt fyrir bensínið með appi

Olís – ÓB hefur gefið út nýtt app sem hægt er að nota til að greiða fyrir eldsneyti á sjálfsölum og inni á stöðvum með einföldum hætti í símanum. Appið er aðgengilegt fyrir bæði Android og Apple stýrikerfi og hægt að nota veski í síma til að greiða. 

Þurfi ekki að spyrja að leiks­lokum ef gámurinn fellur

Terra umhverfisþjónusta varar við því að fólk gangi undir gáma þegar bílstjórar þeirra vinna við að tæma þá. Í tilkynningu kemur fram að bílstjórar Terra umhverfisþjónustu hafi undanfarið orðið varir við það að fólk gangi undir gáma þegar verið er að hífa þá upp til að tæma. Markaðsstjóri segir málið alvarlegt og þau vilja vara við þessari hegðun.

Sjá meira