Mikilvægt að Grindvíkingar láti vita af sér Almannavarnir vilja að Grindvíkingar sem eru búsettir í Grindavík eða voru í bænum þegar rýming átti sér stað láti vita hvar þau eru. 29.5.2024 12:15
Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. 29.5.2024 08:29
Vætan minnkar smám saman og birtir til Í nótt var rigning eða súld nokkuð víða á landinu. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að vætan sé nú smám saman að minnka. Það verði væntanlega þurrt að kalla eftir hádegi og birti jafnvel upp um tíma vestanlands. Vindurinn í dag verður fremur hægur, úr norðvestri eða vestri. 29.5.2024 07:21
Um 200 bíða þess að vera flutt af landi í þvinguðum brottflutningi Á lista stoðdeildar ríkislögreglustjóra eru 227 verkbeiðnir um þvingaðan brottflutning einstaklinga. Þar af er verið að afla ferðaskilríkja fyrir 58 einstaklinga. Síðustu tólf mánuði hafa alls 188 einstaklingar verið fluttir á brott í þvinguðum flutningi til margra ólíkra landa. 29.5.2024 06:46
Ofgreiddar lífeyrisgreiðslur nærri tvöfölduðust á milli ára Alls fengu um 52 þúsund einstaklingar ofgreiddar lífeyrisgreiðslur í fyrra og þurfa að greiða þær til baka. Miðgildi ofgreiðslna árið 2023 var rúmlega 122.000 krónur en var árið 2022 rúmar 66.000 krónur. Ofgreiðslan nærri tvöfaldast því á milli ára. 28.5.2024 14:22
Ástandið í Hafnarfirði geti haft langvarandi áhrif á börn Á mánaðartímabili hafa komið upp fjögur tilvik þar sem veist er að eða setið um börn í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir þetta ástand geta haft mjög alvarleg áhrif á börnin. Þau geti alið með sér ótta, kvíða eða þunglyndi. Tilvikin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu sem er með aukið eftirlit í hverfinu með foreldrum. 28.5.2024 11:18
Yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagður hafa hótað saksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Yossi Cohen, reyndi á nokkrum leynilegum fundum að þrýsta á aðalsaksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins, Fatou Bensouda, að falla frá því að rannsaka Ísrael fyrir stríðsglæpi. 28.5.2024 08:21
Skýjað og dálítil væta í dag Í dag má búast við hægri og breytilegri vindátt. Þá verður skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur svo fram að í kvöld komi úrkomubakki inn á vestanvert landið með rigningu og súld og vestan fimm til tíu metrar á sekúndu. Þá fer aðeins að hreyfa vind. 28.5.2024 07:25
Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26.5.2024 17:01
Elvar Árni sigraði Gagnaglímuna í ár Elvar Árni Bjarnason sigraði Gagnaglímuna í gær. Gagnaglíman er Netöryggiskeppni Íslands og fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Keppnin fer fram árlega og hefur það markmið að efla áhuga íslenskra ungmenna á netöryggi og auka þekkingu og færni þeirra sem sýna því áhuga. 26.5.2024 14:44