Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður

Halldór Logi Sigurðsson hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, sem hann framdi við heimahús í Reykjanesbæ í sumar. Þar var hann ákærður fyrir að reyna að svipta fjölskylduföður lífi með því að leggja ítrekað til hans með hníf í höfuð, búk og útlim.

Sex um borð í einka­þotu sem hrapaði

Sex voru um borð í einkaflugvél sem brotlenti í lendingu á Statesville-flugvellinum í North-Carolina í Bandaríkjunum. Samkvæmt erlendum miðlum var kappakstursmaðurinn Greg Biffle um borð ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Það hefur þó ekki verið staðfest. 

Nauð­syn að skýra betur hvort eða hve­nær læknar megi rjúfa þagnar­skyldu

Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kallar eftir því að þagnarskylda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð frekar og sérstaklega með tilliti til fólks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Hún segir málið flókið og virða þurfi sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og tryggja að allir geti leitað sér læknisþjónustu án ótta við að lögregla verði kölluð til.

Frum­varp um kíló­metra­gjald sam­þykkt á þingi

Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll faratæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar.

Síminn fær einn að reka á­fram 2G og 3G þjónustu

Fjarskiptastofa samþykkti í dag beiðni Símans um framlengingu á 3G og 2G þjónustu sinni. Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að þó svo að heimildin geti leitt til skekktrar samkeppnisstöðu á markaði, því Sýn og Nova hafi lokið sinni útfösun, vegi almanna- og öryggishagsmunir þyngra.

Lang­varandi ein­angrun ungrar konu gagn­rýnd af Amnesty

Íslandsdeild Amnesty kallar eftir umbótum í fangelsum á Íslandi vegna umfjöllunar um mál ungrar konu sem hefur verið í einangrun á Hólmsheiði frá því í september. Konan er í síbrotagæslu en er í einangrun vegna hættu á sjálfsskaða. Hún hefur verið ákærð fyrir brot gegn valdsstjórn og skemmdarverk og bíður þess að aðalmeðferð fari fram.

Þrettán nýir raf­knúnir strætis­vagnar teknir í notkun

Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar verða á næstunni teknir í notkun hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Almenningsvagnar Kynnisferða og Hagvagnar sjá um akstur vagnanna en samið var við félögin í fyrra. Í tilkynningu kemur fram að allur strætófloti fyrirtækjanna verður orðinn rafknúinn árið 2029.

Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði af­numin

Minjastofnun áréttar í nýrri umsögn í skipulagsgátt vegna deiliskipulags Holtsgötu 10-12 og Brekkustígs 16 að verndarstaða Holtsgötu 10 hafi breyst og ítrekar að húsið sé friðað. Samþykki borgaryfirvöld að rífa húsið verði að óska eftir því að friðun verði afnumin fyrst.

Tak­marka fjölda nem­enda utan EES

Háskóli Íslands hefur innleitt ný fjöldatakmörk nemenda utan EES í einstaka námsleiðir. Til dæmis verða á næsta ári ekki teknir inn fleiri en 50 nemendur frá löndum utan EES í íslensku sem annað mál. Það er ein vinsælasta námsleið skólans, alls sóttu 800 um í það og íslenskustoð síðasta vor fyrir núverandi skólaár.

Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount

Warner Bros Discovery hefur sagt hluthöfum sínum að hafna 108,4 milljarða dala yfirtökutilboði Paramount Skydance. Stjórn Warner Bros samþykkti einróma að hafna tilboðinu og að samningur við Netflix væri meira í þágu fyrirtækisins.

Sjá meira