Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­mögu­legt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segja mikilvægt að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Sólveig Anna kallar eftir leigubremsu og Sigurður segir ríkisstjórnina verða að kynna sín úrræði fljótlega vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu.

Staða sólar hafi mögu­lega truflað sýn öku­mannsins sem lést

Karlmaður á níræðisaldri lést í mars á þessu ári þegar tvær Land Cruiser-bifreiðar lentu saman á Hrunavegi nærri Flúðum í Hrunamannahreppi þegar ökumaður annars bílsins ók inn á rangan vegarhelming. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu af slysstað. Hvorugur þeirra var í bílbelti þegar áreksturinn átti sér stað og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa, RNSA, að öryggisbelti hefðu getað verndað báða ökumenn og dregið úr áverkum þeirra.

Segja fulla á­stæðu til að hafa á­hyggjur af stöðu efna­hags og vinnu­markaðar

Halla Gunnars­dóttir for­maður VR og Vil­hjálmur Birgis­son for­maður Starfs­greina­sam­bandsins segja fullt til­efni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri að­gerðum til að tryggja betra húsnæðis­verð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súr­efni bæði til heimila og fyrir­tækja“. Halla og Vil­hjálmur voru til viðtals í Bítinu.

Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag

Tugir afreksíþróttamanna vinna sem sendlar hjá fyrirtækinu Maul og hlaupa með mat til um tvö þúsund manns daglega. Um 200 fyrirtæki eru í matarþjónustu hjá Maul á hverjum degi. Egill Pálsson, framkvæmdastjóri Mauls, stofnaði fyrirtækið með bróður sínum Hrafnkeli Pálssyni. 

Lík­legast að Reykja­víkur­leiðin taki breytingum eftir um­sagnir

Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu.

Eldur í bíl á Hellis­heiði

Lögreglunni á Suðurlandi var fyrir stuttu tilkynnt um eld í bíl á Hellisheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Einar Sigurjónssyni aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi gat ökumaður sjálfur slökkt eldinn og svo ekið bílnum af vettvangi. 

Lík­legra að það gjósi nær ára­mótum

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur enn nokkuð í að gjósi aftur á Sundhnúksgígaröðinni. Hann telur mögulegt að hefja uppbyggingu í Grindavík á ný en gæta þurfi vel að  hættulegum stöðum og loka þá af. Á sama tíma og beðið er eftir gosi í Sundhnúksgígaröð segir hann einnig ýmis teikn á lofti um að eldgos séu yfirvofandi í Kötlu og Öskju. 

Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta

Turn frá miðöldum, Torre dei Conti, hrundi að hluta í morgun í Róm við endurbætur á turninum. Turninn er staðsettur nærri Collosseum. Í frétt AP kemur fram að einn verkamaður hafi slasast lífshættulega þegar turninn hrundi og annar hafi verið fastur.

Sjá meira