Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Samgöngustofa hafnar órökstuddum fullyrðingum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi innviðaráðherra, um að stofnunin framfylgi ekki lögum um leigubifreiðaakstur. Þau segja starfsfólk vinna af heilindum og þau taki allri gagnrýni alvarlega. 27.8.2025 21:52
Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Í morgun voru björgunarsveitirnar Dagrenning á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu kallaðar út á mesta forgangi vegna tilkynningar um bíl með fimm manns um borð sem var fastur í Markarfljóti rétt við Gilsá á Emstruleið. 27.8.2025 17:26
Hraðbankaþjófur játar sök Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 27.8.2025 16:06
Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Gæsluvarðhaldið yfir leiðbeinandanum á Múlaborg sem grunaður er um kynferðisbrot í starfi hefur verið framlengt um fjórar vikur, til 24. september, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27.8.2025 15:57
Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni The Rift MTB, ný fimm daga fjallahjólakeppni, fer fram á á Norðurlandi frá miðvikudegi til sunnudags. Keppt er í tveggja manna liðum þar sem hjólað er í gegnum fjölbreytt landslag Norðurlands. Alls taka 80 keppendur þátt í 40 liðum. Keppnin er skipulögð af Lauf Cycles í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda aðila. 26.8.2025 12:38
Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26.8.2025 11:58
Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Það sýna nýjar niðurstöður borgarvita Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Píratar bæta við sig fylgi í borgarstjórn miðað við fylgi sem var í júní á þessu ári. Kosningar til sveitarstjórnar fara fram næsta vor. 26.8.2025 10:33
Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir meira agaleysi meðal barna og minni samkennd. Það hafi alvarleg áhrif á möguleika þeirra til að læra. 26.8.2025 09:09
Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Mennta- og barnamálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að ákvörðun starfsfólks Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi um að loka sex ára gamalt barn inni í einveruherbergi í apríl 2023 hafi verið ólögmætt líkamlegt inngrip. 24.8.2025 16:35
Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Magnús Bjarki Snæbjörnsson smiður leitar nú logandi ljósi að kofa sem hann keypti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð og ætlaði að flytja að sumarhúsi frændfólks síns og gera upp. Kofann keypti hann síðustu mánaðamót af Bláskógabyggð, en þegar hann fór að sækja hann í dag var hann horfinn. 24.8.2025 16:07