Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segja mikilvægt að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Sólveig Anna kallar eftir leigubremsu og Sigurður segir ríkisstjórnina verða að kynna sín úrræði fljótlega vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu. 6.11.2025 11:40
Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Karlmaður á níræðisaldri lést í mars á þessu ári þegar tvær Land Cruiser-bifreiðar lentu saman á Hrunavegi nærri Flúðum í Hrunamannahreppi þegar ökumaður annars bílsins ók inn á rangan vegarhelming. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu af slysstað. Hvorugur þeirra var í bílbelti þegar áreksturinn átti sér stað og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa, RNSA, að öryggisbelti hefðu getað verndað báða ökumenn og dregið úr áverkum þeirra. 6.11.2025 11:02
Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir Isavia einungis telja það hlutverk sitt að hámarka tekjur af samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli. Því sé svo dýrt að leggja þar og ferðast til og frá flugvellinum með almenningssamgöngum. 5.11.2025 11:12
Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segja fullt tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri aðgerðum til að tryggja betra húsnæðisverð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súrefni bæði til heimila og fyrirtækja“. Halla og Vilhjálmur voru til viðtals í Bítinu. 5.11.2025 09:19
Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Tugir afreksíþróttamanna vinna sem sendlar hjá fyrirtækinu Maul og hlaupa með mat til um tvö þúsund manns daglega. Um 200 fyrirtæki eru í matarþjónustu hjá Maul á hverjum degi. Egill Pálsson, framkvæmdastjóri Mauls, stofnaði fyrirtækið með bróður sínum Hrafnkeli Pálssyni. 4.11.2025 10:31
Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu. 4.11.2025 09:54
Eldur í bíl á Hellisheiði Lögreglunni á Suðurlandi var fyrir stuttu tilkynnt um eld í bíl á Hellisheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Einar Sigurjónssyni aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi gat ökumaður sjálfur slökkt eldinn og svo ekið bílnum af vettvangi. 3.11.2025 14:02
Líklegra að það gjósi nær áramótum Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur enn nokkuð í að gjósi aftur á Sundhnúksgígaröðinni. Hann telur mögulegt að hefja uppbyggingu í Grindavík á ný en gæta þurfi vel að hættulegum stöðum og loka þá af. Á sama tíma og beðið er eftir gosi í Sundhnúksgígaröð segir hann einnig ýmis teikn á lofti um að eldgos séu yfirvofandi í Kötlu og Öskju. 3.11.2025 14:01
Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Turn frá miðöldum, Torre dei Conti, hrundi að hluta í morgun í Róm við endurbætur á turninum. Turninn er staðsettur nærri Collosseum. Í frétt AP kemur fram að einn verkamaður hafi slasast lífshættulega þegar turninn hrundi og annar hafi verið fastur. 3.11.2025 13:41
„Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Ungmenni vilja fá raunverulegt sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um félagslegt netöryggi og stafræna velferð þeirra. Þau segja kominn tíma á að fullorðnir grípi boltann og hvetja fullorðna einnig til að setja gott fordæmi í skjánotkun. 3.11.2025 12:57