Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Landlæknisembættið ítrekar í tilkynningu að ráðleggingar embættisins um mataræði taka mið af þörfum heilbrigðra einstaklinga og fela ekki í sér boð eða bönn. Meginstef ráðlegginga þeirra sé að fólk borði fjölbreytta fæðu og sé jafnframt meðvitað um mögulega skaðsemi þess að borða óhóflega mikið af rauðu kjöti, gjörunnum matvælum og vörum sem innihalda mikið af mettaðri fitu og/eða viðbættum sykri. 23.1.2025 14:13
Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa gagnrýnt þenslu leikskólakerfisins á sama tíma og ekki tekst að manna í allar stöður og skipulögð fáliðun fer fram víða. Reykjavíkurborg fór þá leið á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. 23.1.2025 14:01
Leyfið heyrir sögunni til Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um breytingar á skilmálum deiliskipulags Lýsisreits sem heimilaði breytingar á JL-húsinu sem hefði gert mögulegt að hýsa á fjórða hundrað hælisleitenda í húsinu. 23.1.2025 09:36
Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill banna íþróttamót fyrir klukkan tíu um helgar. Það segir hún geta verið kosningaloforð sem auðvelt verði að svíkja, og sendir Flokki fólksins væna pillu um leið. 22.1.2025 10:20
Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu. 22.1.2025 08:45
Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Landris heldur áfram á Sundhnúksgígaröðinni en en hraði landriss hefur minnkað örlítið. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að þessi breyting hafi ekki áhrif á fyrra mat Veðurstofunnar um líklega atburðarás á svæðinu og að enn megi gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast í lok janúar eða byrjun febrúar 21.1.2025 14:41
Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir kjarasamningsviðræður kennara sem nú standa yfir þær dýrmætustu fyrr og síðar. Staðan í skólunum sé orðin óboðleg og álagið gífurlegt. Börn beiti miklu ofbeldi og það sé mikið agaleysi. 21.1.2025 09:38
Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Björgunarsveitir á Héraði og Seyðisfirði voru kallaðar út síðdegis í gær vegna nokkurs fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki var einnig fast við Efri Staf og nokkrir bílar þar á eftir sem komust hvergi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. 20.1.2025 10:46
Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Konur með BRCA-stökkbreytingu þurfa að greiða meira fyrir krabbameinsskinum í brjóstum en konur sem fara í hefðbundna skimun. Þær greiða 12 þúsund fyrir röntgenmyndatökuna. Gjald í brjóstaskimun var síðasta haust lækkað úr sex þúsund krónum í 500 krónur. 20.1.2025 10:09
Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Í dag opna ljósmyndararnir Þórsteinn Svanhildarson og Hrafn Hólmfríðarson ljósmyndasýninguna Sitt hvoru megin við sama borðið. Sýningin er þeim báðum afar persónuleg en hún fjallar um náið samband umönnunaraðila og þess sem hugsað er um. Þórsteinn á langveika dóttur og Hrafn fékk heilablæðingu árið 2009 þegar hann var aðeins 19 ára gamall. 18.1.2025 07:04
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent