Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stærsta áskorun Landspítala verður að sinna þeim sjúklingum sem eru með Covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. Þetta segir verkefnastjóri farsóttanefndar sem óttast að spítalinn lendi í vandræðum ef starfsfólk smitast í hrönnum. Við ræðum við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. Við ræðum við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Upplýst snjallgangbraut vekur mikla lukku

Nemendur og foreldrar í Melaskóla eru hæstánægðir með nýja, upplýsta snjallgangbraut við skólann. Krakkarnir upplifa sig mun öruggari í skammdeginu en áður og vilja helst að allar gangbrautir borgarinnar verði settar í þennan búning.

Urðu að reyna að hlífa kennurum við á­laginu sem fylgdi tvö­faldri kennslu

Framboð á fjarkennslu í framhaldsskólum hefur minnkað eftir að Félag framhaldsskólakennara lagðist gegn því að kennarar þyrftu að halda henni úti, sökum álags. Formaður félagsins segist skilja áhyggjur af því að þetta geti hamlað aðgengi nemenda að námi en kennarar verði einnig að geta stundað góða kennsluhætti.

Telur ekki rétt að hlusta á 25 prósentin og hunsa hina

Formaður samgöngu- og skipulagsráðs telur oddvita Sjálfstæðisflokksins oftúlka andstöðu íbúa við þéttingu byggðar við Miklubraut og Háaleitisbraut. Tillaga flokksins um að hætta formlega við uppbyggingu í hverfinu sé til marks um málefnaþurrð. Henni var vísað frá á fundi borgarstjórnar seinnipartinn.

Eyjan nær alveg horfin

Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi.

„Súrrealískur“ Íslendingafans á Tenerife

Heimsferðir hafa nær aldrei selt fleiri jólaferðir til Tenerife og í fyrra en eyjan er jafnframt vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina. Íslendingur á Tenerife lýsir staðnum sem algjörri Íslendinganýlendu.

Kallar eftir aldurskvóta á listamannalaun

Rithöfundur telur að koma ætti á einhvers konar aldurskvóta við úthlutun listamannalauna. Hann óttast að ungir og efnilegir listamenn leiti á önnur mið, verði kerfið ekki endurskoðað.

Hafna at­huga­semdum Sjúkra­trygginga og 175 milljóna kröfu

Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa.

Sjá meira