Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt í málinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rússar vörpuðu sprengjum á Kænugarð í fyrsta sinn í þrjár vikur. Við ræðum við Íslending í borginni sem er langþreyttur á stríðinu. Leiðtogar G7-ríkjanna koma saman á mikilvægum fundi í dag. Við fjöllum um stöðu mála í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Sérsveit kölluð til eftir að maður mundaði hníf

Sérsveitarmenn handtóku mann í Veghúsum í Grafarvogi í gærkvöldi sem dregið hafði fram hníf í samskiptum við fólk í íbúðinni. Maðurinn var einn í íbúðinni þegar lögregla handtók hann. Heimilisfólk hafði yfirgefið íbúðina fyrr um kvöldið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skotárásin sem gerð var á hinsegin skemmtistað í miðborg Oslóar í nótt er talin vera hryðjuverk öfgafulls íslamista. Tveir létust og fjórtán særðust. Íslendingur í Noregi óttaðist um hinsegin vini sína og segir skilning fyrir því að gleðigöngu hafi verið frestað. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni útsendingu frá minningarstund Samtakanna '78 í Norræna húsinu.

Áminning um að standa þurfi vaktina á Íslandi

Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur felldi úr gildi rétt til þess í gær. Þingmaður segir dóminn stórhættulegan og sýna að standa þurfi vörð um þessi réttindi hér heima á Íslandi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir skotárás á hinsegin skemmtistað í miðborg Oslóar í nótt. Lögreglan rannsakar árásina sem hryðjuverk. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. Við ræðum við Íslending búsettan í Osló í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Ekki bara minni­hlutar í fýlu­kasti

Laun bæjarstjóra Seltjarnarness eru alltof há, að mati bæjarfulltrúa. Endurskoða ætti laun bæjarstjóra minni sveitarfélaga á landsvísu. Íbúar í Ölfusi borga um fimmtíufalt meira undir bæjarstjóra sinn en íbúar Reykjavíkur.

Þetta eru heitustu pottarnir á höfuð­borgar­svæðinu

Heitasti potturinn er sá eini sem virkar á lúna líkama, að mati gesta Vesturbæjarlaugar sem fagna opnun hans eftir yfirhalningu. Almennt myndist einstök stemning í heitustu pottum borgarinnar - og við komumst að því hvar þann allra heitasta er að finna.

Hefur fulla trú á því að Efling sláist í hópinn

Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) segir að komið gæti til átaka á vinnumarkaði í vetur, verði kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir og lækkun á greiðslubyrði ekki mætt. Efling er ekki aðili að kröfugerð sambandsins sem afhent var Samtökum atvinnulífsins í morgun en formaður SGS hefur fulla trú á því að félagið sláist í hópinn.

Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði

Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði.

Sjá meira