Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Borðaði ekkert í mánuð og rauf föstuna í frétta­tímanum

Íslenskur karlmaður sem fastaði allan janúarmánuð léttist um rúm tuttugu kíló á meðan föstunni stóð. Honum leið vel allan tímann, að eigin sögn, og langaði aldrei í hamborgara. Við hittum kappann í dag og fylgdumst með honum brjóta föstuna.

Krummi í lagi en alls ekki Kisa

Nýr úrskurður mannanafnanefndar, sem hafnaði nafninu Kisa, styrkir þingmann Sjálfstæðisflokksins enn frekar í þeirri trú sinni að leggja eigi nefndina niður. Við kynntum okkur hinn umdeilda úrskurð og íslensk dýranöfn, sem þykja mishentug á menn.

Skora á íslensk stjórnvöld að banna strax einangrun á börnum

Íslensk stjórnvöld fremja mannréttindabrot með óhóflegri beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi, samkvæmt svartri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri samtakanna á Íslandi segir ítrekuð einangrunarvist barna sérstaklega sláandi og skorar á stjórnvöld að banna hana tafarlaust.

Sátu al­var­lega fundi um tómat­sósu og guaca­mo­le

Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole þegar þeir unnu að ógildingu á samruna tveggja majónesrisa. Ítarlegar sósuskilgreiningar í úrskurði málsins hafa vakið kátínu, sem forstjóri segir skiljanlegt. En hagsmunir neytenda hafi verið í húfi.

„Þetta er óþekkjanlegt“

Mikið tjón varð hjá ábúendum á bænum Skollagróf í Hrunamannahreppi þegar gríðarlegt krapaflóð varð í Hvítá aðfaranótt föstudags. Bóndi segir svæðið óþekkjanlegt og man ekki eftir öðru eins flóði.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með vinnumarkaðsráðherra vegna útspils ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur ríkissáttasemjara með nýjasta útspili sínu reyna að víkka út valdheimildir sínar. Kjaramálin verða í eldlínunni í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

„Þetta er Golíat sem við erum að berjast á móti“

Gróft kynferðislegt orðalag, hómófóbía og illar áeggjanir grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn tíundu bekkinga og starfsmanns félagsmiðstöðvar. Hann segir krakka leita mikið til starfsmanna vegna óheilbrigðra netsamskipta en starfsfólk eigi við ofurefli að etja.

Undrandi á yfir­lýsingu Skúla

Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir barns í Fossvogsskóla segir foreldra langþreytta á ítrekuðum vandamálum sem komið hafa upp í skólanum síðustu misseri, nú síðast þegar gríðarlegur leki varð í glænýju þaki skólans. Borgin vinni á hraða snigilsins, sem sé óásættanlegt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum á slaginu 18:30. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Borgin mun fara ofan í kjölinn á miklum leka á glænýju þaki Fossvogsskóla í gær. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir lekann mikil vonbrigði en hefur ekki áhyggjur af því að mygla hreiðri um sig. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12, förum yfir asahlákuverkefni slökkviliðs í nótt og veðurviðvaranir sem væntanlegar eru í kvöld.

Sjá meira