Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þrjár bréf­sprengjur á Spáni á einum sólar­hring

Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær.

Fylgdust með risa­svart­holi gleypa stjörnu á nýjan hátt

Stjörnufræðingar náðu að fylgjast með því þegar risasvarthol í fjarlægri vetrarbraut gleypti stjörnu sem hætti sér of nærri fyrr á þessu ári. Rannsóknirnar mörkuðu tímamót því aldrei áður hefur slíkur atburður sést eins langt í burtu og aldrei í sýnilegu ljósi.

Segja bitcoin líkjast fjár­hættu­spili

Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar.

Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju

Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn.

Fyrrverandi forseti Kína látinn

Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, er látinn, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta.

Selja Freyju eftir yfir fjörutíu ára rekstur

Matvælafyrirtækið Langisjór hefur fest kaup á sælgætisgerðinni Freyju og fasteignum sem tengjast rekstri hennar. Freyja er elsta sælgætisgerð landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir fjörutíu ár.

Mót­mæla því að Kóral­rifið verði sett á hættu­lista

Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær.

Sjá meira