Ráðgjafi ríkisstjóra féll í átökum við lögreglu Fyrrverandi skrifstofustjóri ríkisstjóra Maryland í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs sem hann hlaut í átökum við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI í gær. Maðurinn hafði verið á flótta undan yfirvöldum í þrjár vikur enn hann var sakaður um fjársvik. 4.4.2023 09:11
Kynnti áhöfnina sem á að fara aftur til tunglsins Bandaríska geimvísindastofnunin NASA kynnti í gær geimfarana fjóra sem urðu fyrir valinu til að fljúga til tunglsins á næsta ári. Kona og blökkumaður eru í fyrsta skipti á hópi væntanlegra tunglfara. 4.4.2023 08:38
Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. 3.4.2023 15:10
Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. 3.4.2023 14:13
Lóga hátt í sjö hundruð kindum vegna riðu í Miðfirði Hátt í sjö hundruð kindum verður lógað á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi eftir að riða greindist þar. Þetta er í fyrsta skipti sem riða greinist á sóttvarnasvæðinu sem nefnist Miðfjarðarhólf. 3.4.2023 13:47
Gera ekki lengur greinarmun á áskrifendum og þekktum notendum Samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa dregið í land með fyrirhugaðar breytingar á staðfestingarmerkjum á síðunni. Til stóð að svipta þekkta notendur og stofnanir merkinu um mánaðamótin en það virðist að mestu ekki hafa gerst. Þess í stað er ekki lengur hægt að greina á milli þekktra notenda og þeirra sem greiddu áskrift til þess að fá merkið. 3.4.2023 11:57
Kona handtekin vegna dráps á þekktum hernaðarbloggara Rússnesk yfirvöld segjast hafa handtekið unga konu í tengslum við dráp á þekktum hernaðarbloggara á kaffihúsi í Pétursborg um helgina. Upptökur frá kaffihúsinu sýna að kona afhenti bloggaranum styttu af honum sjálfum rétt áður en sprengja sprakk. 3.4.2023 10:06
Edda hætt á Heimildinni Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis. 3.4.2023 08:37
Bíll með hestakerru valt nærri Bláfjallaafleggjara Ökumann og hest sakaði lítið þegar bíll með hestakerru í eftirdragi valt á Suðurlandsvegi nærri afleggjaranum að Bláfjöllum í dag. Dælubíll slökkviliðs var sendur á staðinn vegna þess að slysið átti sér stað inni á vatnsverndarsvæði. 31.3.2023 15:00
Pistoriusi neitað um reynslulausn Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína. 31.3.2023 14:42