Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13.4.2023 18:48
Í gæsluvarðhald vegna stunguárásar í Reykjanesbæ Landsréttur staðfesti tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem er grunaður um að hafa stungið annan mann í hendina í Reykjanesbæ um páskana. Maðurinn er sagður dvelja ólöglega á landinu og hafa komist ítrekað í kast við lögin. 13.4.2023 18:11
Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12.4.2023 23:50
Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12.4.2023 22:25
Ríkið samdi við hjúkrunarfræðinga Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamninga í dag. Samningurinn er sagður tryggja launahækkanir og kjarabætur fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu næsta árið. 12.4.2023 21:55
Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12.4.2023 21:36
Fær „draumaferð“ sem fór út um þúfur ekki bætta Kona sem missti af því sem hún lýsti sem draumaferð vegna glundroða á alþjóðlegum flugvöllum síðasta sumar fær kostnað sinn ekki endurgreiddan frá ferðaskrifstofunni sem bókaði ferðina. Hún taldi ráðgjöf ferðaskrifstofuna hafa verið óábyrga vegna ástandsins á flugvöllum á þeim tíma. 12.4.2023 19:39
Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. 12.4.2023 17:39
Segist hafa einfaldað frásögnina til að hlífa sér og öðrum Fjölmiðlakonan Edda Falak segir að hún hafi „einfaldað“ frásögn sína af viðhorfum sem hún kynntist í fjármálalífinu í Danmörku til að hlífa bæði sjálfri sér og fólki sem sýndi henni vanvirðingu. Hún segist hafa fengið hótanir um ofbeldi vegna starfa sinna. 11.4.2023 22:31
Stofnandi Theranos kemst ekki hjá fangelsisvist Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjársvik. 11.4.2023 19:53