Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi

Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur.

Sonur Biden játar sig sekan um skatt­svik

Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar.

Stefnir í að 75 prósent jökla í Himalaja hverfi á öldinni

Vísindamenn áætla að jöklar í Himalaja- og Hindu Kush-fjallgörðunum í Mið-Asíu missi allt að 75 prósent rúmmáls síns fyrir áhrif hnattrænnar hlýnunar fyrir lok aldarinnar. Hop jöklanna er talið valda hættulegum flóðum og vatnsskorti fyrir á þriðja hundrað milljóna manna á svæðinu.

Hörð hægri­stjórn tekur við völdum í Finn­landi

Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum.

Sátu um vísinda­mann eftir „á­skorun“ Rogan og Musk

Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina.

Enginn al­vöru loft­hjúpur utan um lofandi fjar­reiki­stjörnur

Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus.

Vísað rang­lega á sjúkra­bíl þegar kona á geð­deild lést

Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess.

Fylgdu eftir hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri

Björgunarsveitarfólki frá Húsavík, hvalaskoðunarfyrirtæki og hvalasérfræðingar lögðust á eitt um að fylgja eftir hnúfubaki sem var flæktur í veiðarfæri í Skjálfanda um helgina. Eftir marga klukkutíma vöktun og eftirför virtist hvalurinn hafa losnað við bandið.

Guðrún inn sem ráðherra, Jón út

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar.

Sjá meira