Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eldri kylfingar sem hunsuðu dómara lausir úr banni

Tveir eldri kylfingar sem hunsuðu úrskurð dómara á Íslandsmóti á Akureyri fengu keppnisbann sem þeir voru dæmdir í stytt fyrir áfrýjunardómstóli. Þeim er því frjálst að skrá sig í Íslandsmótið í ár sem fer fram um næstu helgi.

Hægri flokkar með for­skot en sósíal­istar sækja á

Tveir stærstu hægri flokkarnir á Spáni eru með forskot á vinstri flokkana þegar rúmar tvær vikur eru til þingkosninga. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra heldur þó áfram að saxa á forskot Lýðflokksins.

Sak­sóknarar í leyniskjala­máli Trump fá hótanir

Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu.

Banda­ríkin eyða síðustu efna­vopnum sínum

Flugskeyti með saríngasi sem unnið er að því að eyða á herstöð í Kentucky eru síðustu efnavopn Bandaríkjanna. Síðustu birgðunum verður eytt fyrir lok september í samræmi við efnavopnasáttmálans sem 193 ríki skrifuðu undir árið 1997.

Þór að­stoðaði vélar­vana strand­veiði­bát

Áhöfn Þórs, björgunarskips Landsbjargar í Vestmannaeyjum var, aðstoðaði strandveiðibát vegna vélarbilunar þegar hann var að veiðum utan við eyjarnar í morgun. Báturinn var dreginn til hafnar í Eyjum.

Hand­tekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilis­fang

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins.

Elstu börn Berlu­sconi fá við­skipta­veldið í arf

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og einn auðugasti maður landsins, eftirlét elstu börnum sínum tveimur forræði yfir viðskiptaveldi hans. Kærasta Berlusconi sem var meira en hálfri öld yngri en hann fær milljarða samkvæmt erfðaskrá hans sem hefur nú verið gerð opinber.

Twitter-líki Meta ekki að­gengi­legt í Evrópu

Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína.

Segir Prigoz­hin í Rúss­landi

Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, sé staddur í Rússlandi og málaliðar hans séu í herbúðum sínum. Innan við tvær vikur eru frá því að Prigozhin og málaliðar hans gerðu uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum.

Sjá meira