Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10.10.2023 11:37
Gert að greiða húsfélagi í Kópavogi 36 milljónir eftir ákvörðun Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Byggingarfélags Gylfa og Gunnars um að taka mál þeirra gegn húsfélaginu Lundi 2 til 6 í Kópavogi. Málið varðar galla þakplötu á bílastæðahúsi sem fylgdi íbúðum í húsunum. 8.10.2023 17:41
Gul viðvörun um allt land í kortunum Á morgun mánudag verða gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Á þriðjudag verður síðan gul viðvörun um allt land. 8.10.2023 14:47
Kærir kynfræðslubók fyrir hönd foreldra: „Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ Lögmaður hefur fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra lagt inn kæru á hendur Menntamálastofnun vegna útgáfu bókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt. Bókin er ætluð grunnskólabörnum, en Arnar segir umbjóðendur sínir telji hana særi blygðunarkennd, og brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. 8.10.2023 13:25
Vinna að því að koma Íslendingunum heim Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri níutíu manna hóps Íslendinga sem er staddur í Jerúsalem í Ísrael, segir unnið að því að koma hópnum heim. Það er til að mynda gert í samvinnu við neyðarteymi Icelandair. 8.10.2023 10:43
Gerðu sér glaðan dag allar í brúðarkjól: „Við ætlum að skála vel og rækilega“ Fjórar vinkonur héldu óvenjulegt þemapartý í Reykjavík í gærkvöldi. Hver þeirra bauð öðrum fjórum vinkonum sínum til þess að halda teitið. Þær skemmtu sér konunglega saman, allar í brúðarkjól. 8.10.2023 10:13
Skýjað og skúrir eða rigning sums staðar Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður suðvestanátt í dag, átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það verður skýjað og sum staðar skúrir eða rigning á vestanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað fyrir austan. Hiti fjögur til átta stig. 8.10.2023 08:50
Harðir bardagar standa enn yfir Þrjú hundruð Ísraelsmenn, hið minnsta, eru látnir eftir árásir Hamas-samtakanna sem hófst í gærmorgun, samkvæmt sendiráði Ísraels í Tyrklandi. 8.10.2023 08:12
Braust inn í grunnskóla og flúði á rafhlaupahjóli Í nótt braust einstaklingur inn í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þegar lögreglu bar að garði var einstaklingurinn farinn af vettvangi á rafhlaupahjóli. 8.10.2023 07:31
Braut gegn barnungri stjúpdóttur sinni: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig“ Karlmaður hlaut í gær tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn barnungri stjúpdóttur sinni. Honum var einnig gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur, en brotin áttu sér stað árið 2019, þegar hún var ellefu og tólf ára gömul. 7.10.2023 15:04