Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kanna þær upp­lýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir.

Gunni hvetur Baldur og Felix fram

Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum.

„Mér brá auð­vitað við þegar þetta kom upp“

Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir.

Mesti hagnaður í tæp­lega sex­tíu ára sögu Landsvirkjunnar

Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Hagnaðurinn jókst um nítján prósent frá árinu á undan, sem var líka metár.

Rafmagnshitari kveikti í hús­gögnum og svo koll af kolli

Talið er að eldsvoði í iðnaðarhúsnæði á horni Fellsmúla og Grensásvegar hafi kviknað vegna geisla- eða rafmagnsblásara. Eldurinn kviknaði síðdegis þann fimmtánda febrúar, en slökkvistarfi lauk morguninn eftir.

Sjá meira