Féll af steini við Seljalandsfoss Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningar um tvö slys með stuttu millibili seinni partinn í gær. Annars vegar féll ferðamaður af steini við Seljalandsfoss. Hins vegar féll einstaklingur af þaki húss í Rangárþingi. 3.10.2024 18:57
Hefja frumkvæðisathugun á Heilsugæslunni Persónuvernd hefur ákveðið að hefja frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 3.10.2024 17:08
Mikil umferð vegna áreksturs í Kópavogi Árekstur varð skammt frá Hamraborg í Kópavogi í kvöld. Sjúkrabíll var sendur á vettvang. 2.10.2024 21:02
Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Hótelgestur sem kom hingað til lands og var ósáttur með hótelherbergið sitt, og endaði á að fara úr landi talsvert fyrr en fyrirhugað var, fær ekki endurgreitt. Það er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem vísaði kröfu gestsins frá. 2.10.2024 20:22
Verulegar líkur á að stórt stríð brjótist út í Miðausturlöndum Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, telur verulegar líkur á því að stórt stríð breiðist út í Miðausturlöndum. 2.10.2024 19:29
Lækkaðir stýrivextir og óánægja með afnám kynjaskiptingar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í fjögur ár í morgun. Við ræðum við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna í beinni í kvöldfréttum. 2.10.2024 18:02
Læknir ávísaði lyfjum í nafni konu sem lést níu árum áður Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landlæknis um að svipta lækni starfsleyfi. Læknirinn gaf út ávana- og fíknilyf í nafni látinnar konu í tæpan áratug. 1.10.2024 16:09
Ungur ökumaður ekki grunaður um akstur undir áhrifum Rannsókn lögreglu á banaslysi sem varð á Sæbraut aðfaranótt sunnudags gengur vel. Ekki er grunur um að ökumaður sem ók fólksbíl á gangandi vegfaranda, sem lét lífið, hafi verið undir áhrifum áfengis. Þó hafa niðurstöður úr blóðefnarannsókn ekki borist. 1.10.2024 14:52
Tilefnislaus líkamsárás við Traðarkotssund „fyrir Pútín“ Karlmaður hlaut í gær tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir líkamsárás við Traðarkotssund í miðbæ Reykjavíkur sem átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 1. október árið 2022. 1.10.2024 13:45
Á meðan bílinn er ódýrari verði hann fyrsta val Á meðan það er ódýrara að aka og leggja bíl í stæði við Keflavíkurflugvöll en að nota aðra ferðamáta verður einkabíllinn í flestum tilfellum fyrsta val fólks. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem innviðaráðherrra skipaði með tillögum úrbótum um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. 1.10.2024 11:16