Fréttamaður

Jakob Bjarnar

Jakob Bjarnar er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rok og rigning út vikuna

Sumarið lætur bíða eftir sér og verða næstu dagar úrkomusamir. Víst er að í hugum kylfinga fer þetta vor í bækur sem ömurlegt.

Of­flæði upp­lýsinga veru­leg ógn við geð­heilsuna

Haraldur Erlendsson geðlæknir segir að gríðarlegt upplýsingaflóð og upplýsingaáreiti sé ein helsta ógn við geðheilsuna og þar með ein helsta áskorun samtímans. Upp sé að alast kynslóð sem aldrei hefur þurft að takast á við erfiðleika sem sé forsenda þroska.

Segir hið pantaða álit engan bömmer fyrir stjórnar­and­stöðuna

Morgunblaðið birti í morgun frétt um lögfræðiálit HÍ undir fyrirsögninni „Tillaga um vantraust misskilningur“. Rætt er við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þar sem hann segist ekki hafa brotið þingskaparlög með vísan til álitsins. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata telur lítið hald í þessu.

Þorgerður Katrín studdi hvalveiðar á sínum tíma

Einar K. Guðfinnsson, þá sjávarútvegsráðherra, flutti þingsályktun á löggjafarþingi 2008-2009 þar sem mælt var fyrir um að veiðum á hrefnu og langreiði yrði haldið áfram. Meðal flutningsmanna var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Hún segir tímana aðra nú en þá og annað hvort væri nú ef maður liti ekki til nýrra upplýsinga.

Hart­nær átta­tíu prósent leigj­enda ná ekki endum saman

Sjötíu prósent íslenskumælandi leigjenda og áttatíu prósent enskumælandi eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum við spurningum glænýrrar könnunar sem Samtök leigjenda standa að. Niðurstöðurnar sýna kolsvarta stöðu leigjenda á Íslandi.

Tómas segir nei við fíkniefnum eins og Nancy

Fjölmargir þingmenn stigu í púlt nú síðdegis til að ræða um notkun ópíóíðalyfja, þeirra á meðal Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins. Hann vill opinn tékka til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkursamtakanna.

Tryggvi fluttur til kæró í Eyjum og lýsir boltanum

Tryggvi Guðmundsson, markahæsti knattspyrnumaður á Íslandi frá upphafi, er óhræddur við að taka takast á við ný verkefni. Hann hefur nú tekið að sér að fjalla um leiki ÍBV í sumar fyrir knattspyrnuvefinn fotbolti.net.

Rekin úr í­búðinni vegna smá­hunds fóstur­dóttur sinnar

Monika Macowska leigjandi er afar ósátt við hvernig staðið var að riftun leigusamnings hennar og á hvaða forsendum. Smáhundur sem hún fékk fyrir fósturdóttur sína sem er að eiga við áfallastreituröskun eftir alvarlegt áfall er uppgefin ástæða uppsagnarinnar.

Sjá meira