Rándýr samloka á Hvolsvelli Dýrtíðin á ferðamannaslóð er farin að segja til sín. Teitur Þorkelsson leiðsögumanni brá í brún þegar hann fékk til sín strimilinn eftir að hafa greitt fyrir samloku og komst að því að hún kostaði 1.045 krónur. 22.5.2023 10:56
Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19.5.2023 15:32
Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19.5.2023 12:06
Vinstri grænum svelgist á áfengismálum Jóns Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra telur ekki ósennilegt að tekið hafi sig upp afdalamennska og gömul forræðishyggja meðal samstarfsflokka Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórninni. 19.5.2023 07:00
Talið víst að Jens Garðar verði næsti framkvæmdastjóri SA Samkvæmt heimildum Vísis er talið næsta víst að Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða hf. og Laxa fiskeldis hf. verði fyrir valinu sem næsti framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mikið er undir. 17.5.2023 12:12
Skiptar skoðanir hlustenda Útvarps Sögu um ágæti Loreen Hlustendur Útvarps Sögu eru misánægðir með úrslitin í Eurovision um síðustu helgi. 16.5.2023 13:30
Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16.5.2023 06:00
Simmi Vill datt óvænt inn á þingveislu Alþingis Þingveisla Alþingis fór fram á föstudagskvöldið og mættu þingmenn prúðbúnir til leiks eins og vera ber. Óvænt var Sigmar Vilhjálmsson mættur, í miklu stuði og hleypti fjöri í samkomuna. Simmi telur ekki ólíklegt að hann fari fram í næstu kosningum. 15.5.2023 16:39
Útlit Loreen sláandi líkt persónu Sæmundar Þórs Listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason klórar sér nú í kollinum því eins og Loreen birtist á Eurovision-sviðinu í Liverpool var hún útlits nánast eins og persóna hans. Sæmundur Þór skoðar nú réttarstöðu sína. 15.5.2023 13:25
Rok og rigning út vikuna Sumarið lætur bíða eftir sér og verða næstu dagar úrkomusamir. Víst er að í hugum kylfinga fer þetta vor í bækur sem ömurlegt. 15.5.2023 10:49