„Kannski full truntulegur á köflum“ Gráglettinn kveðjupistill Brynjars Níelssonar fyrrverandi þingmanns er nú á miklu flugi á Facebook. 26.9.2021 16:56
„Við munum alltaf standa upp aftur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir niðurstöðu kosninganna óvæntustu kosningaúrslit sem hann hefur upplifað. 26.9.2021 16:25
„Stjórnarandstaðan skíttapaði einfaldlega“ Samfylkingarfólk veltir fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst í kosningunum? Óhætt er að segja að vinstri menn vita vart hvaðan á þá stendur veðrið en þeir gengu vonglaðir til kosninga eftir að skoðanakannanir höfðu gefið fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðuna einfaldlega hafa skíttapað kosningabaráttunni. 26.9.2021 14:40
Gunnar Smári sagður hafa rekið glæsilega kosningabaráttu fyrir Ingu Sæland Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar telur ekki ólíklegt að Flokkur fólksins hafi notið góðs af kosningabaráttu Sósíalistaflokksins. 26.9.2021 11:43
Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi. 26.9.2021 11:00
Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26.9.2021 10:31
„Já, fínt“ Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður er dottinn út af þingi þrátt fyrir að hans lið, Sjálfstæðisflokkurinn, teljist meðal óvíræðra sigurvegara kosninganna. 26.9.2021 09:40
Býður ekki upp á vellíðunarnasl fyrir hræddar sálir Guðni Elísson prófessor í bókmenntafræði hefur sent frá sér skáldsögu og því er haldið fram hér fullum fetum að um stórtíðindi sé að ræða. Bókin er doðrantur, 800 síður og marglaga. Um leið og þetta er algjör veisla fyrir bókmenntafræðinga; þaulhugsuð bygging og ótal skírskotanir til bókmenntasögunnar er hún eins og Nafn Rósarinnar eftir Umberto Eco spennusaga á yfirborðinu. 25.9.2021 07:01
Pólitískar jólagjafir í atkvæðaskyni hafa tíðkast lengi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir það hafa verið landlægt að útgjöld ríkisstjórna aukist á kosningaári. 24.9.2021 09:03
Ein dýrategund að kvelja aðra sjálfri sér til yndisauka Henry Alexander Henrysson siðfræðingur, doktor í heimspeki, veltir fyrir sér þeirri spurningu hvort það sé siðferðilega rétt að veiða lax í þeim eina tilgangi að sleppa honum? Og hans niðurstaða er ótvíræð. 22.9.2021 11:26