Fréttamaður

Jakob Bjarnar

Jakob Bjarnar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Óþolandi refhvörf í laxeldinu

Fyrirtækjunum Norðanfiski og Fisherman hefur, samkvæmt úrskurði Neytendastofu, verið bannað að nota villandi fullyrðingar í markaðssetningu á vöru sinni þess efnis að um sé að ræða vistvæna framleiðslu. Þau geti ekki sýnt fram á neitt slíkt.

Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair

Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu.

Sigurður Ingi braut engar siðareglur að sögn forsætisnefndar

Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, hafi engar siðareglur brotið þegar hann lét umdeild ummæli falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Að­vent­istar takast á um námu­gröft innan sinna vé­banda

Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins.

Formaður BÍ segist ekkert botna í því hvað Bjarna gangi til

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ), segist ekki vita hvað Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, gangi til með að vilja blanda sér mál sem snýr að rannsókn lögreglu á fjórum blaðamönnum. Afstaða hans standist enga skoðun.

Bókmenntahátíðir eru „hæklass“ útgefendaböll

Nú er blásið til mikillar bókamessu í Gautaborg, eftir að allt slíkt hefur legið í láginni á Covid-tímum og því mikil eftirvænting meðal bókmenntafólks. Fulltrúar Íslands verða rithöfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir.

Jón Steinar opnar sig um vinslit sín og Davíðs

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, segist ekki vita hvers vegna Davíð Oddsson, nú ritstjóra Morgunblaðsins áður forsætisráðherra með meiru, hafi farið í fýlu við sig. Sennilega vegna einhverra skoðana sinna en honum sé sama, hann er bundinn sannfæringu sinni og öðru ekki. 

Brosið stirðnar á andlitum bíófólks

Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið.

Sjá meira