
Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar
Gunnar Smári Egilsson er eldhugi, hann býr yfir óvenju miklum sannfæringarkrafti. Hann er kjaftfor og lætur menn ekki eiga neitt inni hjá sér. Um það eru mörg dæmi, hann til að mynda hefur lent í heiftarlegum illdeilum við þá sem halda úti hægrisinnuðum hlaðvörpum, svo sem Stefán Einar Stefánsson.