Sakaði stjóra Arsenal um að níðast á dómara Það var ekki bara Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, sem fór mikinn í samskiptum sínum við dómara um helgina heldur einnig stjóri kvennaliðs félagsins. 6.11.2023 11:01
Skoruðu á sömu mínútu og látna íshokkímannsins var minnst Íshokkímannsins Adam Johnson, sem lést í leik á dögunum, var minnst á meðan viðureign Nottingham Forest og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni stóð. 6.11.2023 09:31
„Það eina sem var vandræðalegt og smánarlegt var hegðun Arteta“ Michael Owen, einn markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins, finnst Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafa gengið alltof langt í gagnrýni sinni á dómara eftir tapið fyrir Newcastle United. 6.11.2023 09:00
Tölfræði Antonys vandræðaleg í samanburði við Doku Blaðamaður Daily Mail bendir á hversu illa Antony, leikmaður Manchester United, komi út í samanburði við Jérémy Doku hjá Manchester City. 6.11.2023 08:31
Clattenburg segir að mark Newcastle hafi verið ólöglegt Mark Clattenburg, sem var á sínum tíma einn fremsti fótboltadómari heims, segir að sigurmark Anthonys Gordon fyrir Newcastle United gegn Arsenal hefði ekki átt að standa. 6.11.2023 08:00
Segir að Liverpool geti ekki barist um titilinn nema þeir kaupi tvo leikmenn Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að liðið þurfi að kaupa tvo leikmenn til að berjast um Englandsmeistaratitilinn. 6.11.2023 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar gerðu sitt besta til að kasta frá sér sigrinum Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. 3.11.2023 23:46
Alsæll eftir fyrsta landsleikinn: „Gæsahúð allan tímann“ Einar Þorsteinn Ólafsson lék sinn fyrsta landsleik í kvöld, ekki bara fyrsta A-landsleikinn heldur fyrsta handboltalandsleikinn. Hann hafði aðeins spilað leik fyrir yngri landslið Íslands í körfubolta. 3.11.2023 22:01
Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3.11.2023 21:30
Segist hafa verið í ól hjá Sixers James Harden skaut á sína gömlu vinnuveitendur í Philadelphia 76ers á blaðamannafundi þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður Los Angeles Clippers. 3.11.2023 17:01