Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Valitor greiddi 1.450 milljónir fyrir bresk fyrirtæki

Greiðslukortafyrirtækið Valitor greiddi tæplega 1.450 milljónir króna fyrir bresku greiðslumiðlunarfyrirtækin Chip & PIN Solutions og IPS Ltd. en tilkynnt var um kaup Valitor á félögunum með skömmu millibili fyrr á árinu.

Eyþór Arnalds hagnast um 60 milljónir

Eignarhaldsfélagið Ramses, sem er í eigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, hagnaðist um rúmlega 60 milljónir króna í fyrra borið saman við hagnað upp á 492 milljónir á árinu 2015.

Tímaskekkja

Flest hefur gengið Íslandi í hag á undanförnum árum. Þrátt fyrir mikinn efnahagsuppgang þá hefur verðbólga haldist vel undir markmiði Seðlabankans um langt skeið og því gefið bankanum færi á að lækka vexti í hægfara skrefum.

Kaupir tveggja prósenta hlut í Kviku

Sigurður Sigurgeirsson, fjárfestir og fyrrverandi byggingarverktaki í Kópavogi, er kominn í hluthafahóp Kviku eftir að hafa eignast 2,05 prósenta hlut í bankanum.

Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda

Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Air­lines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda.

Bankabylting

Eitt af því fáa jákvæða við nýafstaðna kosningabaráttu var sú pólitíska samstaða sem virtist vera um mikilvægi þess að losað verði um hið mikla eigið fé í bönkunum með sérstökum arðgreiðslum til ríkissjóðs og því ráðstafað með skynsamlegri hætti fyrir hönd skattgreiðenda.

Félag varaformanns stjórnar Kviku selur allt í bankanum

Fjárfestingafélagið Varða Capital hefur selt 7,7 prósenta hlut sinn í fjárfestingabankanum. Jónas Hagan, einn eigenda félagsins, tók við sem varaformaður stjórnar í mars. Á meðal kaupenda voru Einar Sveinsson og eigendur heildverslunarinna Johan Röning.

Sjá meira