ESA segir Ísland þurfa að bæta eftirlit með aukaafurðum dýra Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísland þurfi að bæta eftirlit með aukaafurðum dýra sem eru ekki ætlaðar til manneldis. Tilmælin koma fram í uppfærðri landsskýrslu um árangur Íslands er varðar öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilsu og dýravelferð. 14.4.2021 08:13
Gæði sýnanna mikil en átta vikna bið næsta mánuðinn Svör hafa borist við 3.000 af 3.300 leghálssýnum sem hafa verið send utan til rannsókna. Búist er við 300 svörum í þessari viku. Þetta kemur fram í frétt á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 14.4.2021 07:48
Ever Given fast á ný og yfirvöld vilja milljarða í bætur Risaskipið Ever Given er nú aftur fast, eftir að hafa verið kyrrsett af dómstól í Ismailia. Eins og þekkt er orðið festist skipið í Súes-skurðinum, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðin stöðvaðist í um það bil viku. 14.4.2021 07:19
Spá gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag Veðurstofa spáir suðvestan 8-13 m/s á Reykjanesskaga í dag og segir gasmengun frá eldgosinu í Fagradalsfjalli munu berast til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. 14.4.2021 06:36
Úr tíu í tuttugu og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opna Fjöldatakmarkanir fara úr tíu í tuttugu aðfaranótt fimmtudags. Íþróttastarf verður aftur heimilt bæði fyrir börn og fullorðna og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opna aftur og mega taka við helming venjulegs fjölda. 13.4.2021 12:10
Krefjast „afdráttarlausrar og löngu tímabærrar“ afstöðu KSÍ með réttindum verkafólks „Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki afdráttarlausa og löngu tímabæra afstöðu með réttindum verkafólks og gagnrýni með skýrum hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Knattspyrna má aldrei verða á kostnað mannréttinda!“ 13.4.2021 08:58
Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13.4.2021 08:35
„Pólitískar skoðanir Kára eru ekki vísindi“ „Ég er hlynnt ströngum sóttvarnarráðstöfunum og tel að rétt hefði verið að hefta komur ferðamanna til landsins strax í febrúar 2020. Það gleður mig að Kári skuli setja sóttvarnir ofar hagsmunum ferðaþjónustunnar.“ 13.4.2021 07:56
Þéttsetinn djammbekkur í kjölfar afléttinga Það var mikið um fögnuð og glaum á Englandi í gær þegar veitingastöðum og öldurhúsum var aftur heimilt að taka á móti kúnnum og bera í þá mat og drykk utandyra. 13.4.2021 07:11
Ungmenni með „Molotov-kokteila“ við skóla í Hafnarfirði Lögregla var kölluð á vettvang um kl. 22 í gærkvöldi vegna hóps ungmenna sem var að fikta með flöskusprengjur, svokallaða Molotov-kokteila, við skóla í Hafnarfirði. 13.4.2021 06:14