Ekkert lesið úr brjóstamyndum í ágúst: Íslensku læknarnir hættir og búið að semja við danskt fyrirtæki um úrlestur Landspítalinn hefur samið við danska fyrirtækið Senologia ApS um heildarþjónustu í brjóstamyndgreiningu. Báðir íslensku læknarnir sem sinntu starfinu hættu í sumar vegna gæðamála og engin úrlestur fór fram í ágústmánuði. 1.9.2021 12:21
Lögmaður Spears sakar föður hennar um fjárkúgun Lögmaður Britney Spears segir að faðir hennar ætti að stíga umsvifalaust til hliðar sem forráðamaður söngkonunnar og sakar hann um fjárkúgun. 1.9.2021 09:59
Kemur Klöru til varnar og segir ÍTF „karlaklúbb“ í hagsmunabaráttu fyrir ríkustu félögin Klara Bjartmarz er „femínisti, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa“. 1.9.2021 08:27
Glæru pokarnir til Persónuverndar: Ónýtt kynlífsleikfang „flokkast bara sem raftæki“ Ónefndur einstaklingur hefur klagað Sorpu til Persónuverndar vegna nýrra regla sem kveða á um að skila verði óflokkuðum úrgangi, það er að segja úrgangi sem er urðaður, í glærum plastpokum. 1.9.2021 06:51
Heimilisfaðir gengst við fíkniefnaræktun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um líkamsárás og brot á vopnalögum. Þolandinn er sagður hafa hlotið minniháttar áverka. 1.9.2021 06:21
Metfjöldi smita greinist í Ísrael Alls greindust 10.947 með Covid-19 í Ísrael síðastliðinn sólarhring en um er að ræða metfjölda greininga á einum degi í landinu. Mest höfðu 10.118 greinst smitaðir á einum degi þann 18. janúar síðastliðinn. 31.8.2021 12:58
Sex fulltrúar V-lista í Norðurþingi óskuðu lausnar undan störfum Sex fulltrúar á V-lista Vinstri grænna og óháðra óskuðu lausnar frá störfum á fundi sveitarstjórnar Norðurþings hinn 24. ágúst síðastliðinn. Aldey Traustadóttir er nýr forseti sveitarstjórnar en hún var 9. manneskja á lista framboðsins þegar gengið var til kosninga 2018. 31.8.2021 10:26
Allir óbólusettir og hálfbólusettir velkomnir í bólusetningu Í þessari viku og næstu geta allir óbólusettir og hálfbólusettir einstaklingar 12 ára og eldri með íslenska kennitölu mætt í bólusetningu að Suðurlandsbraut 34. Bólusett er frá kl. 10 til 15 alla virka daga, með bóluefnunum frá Pfizer, Moderna og Janssen. 31.8.2021 08:31
Óska eftir kælibílum til að anna umframeftirspurn hjá útfararstofum og líkhúsum Yfirvöld í tveimur sýslum í Oregon í Bandaríkjunum hafa óskað eftir flutningabifreiðum með kæligeymslum til að höndla þann fjölda líka sem nú safnast upp á sjúkrahúsum, útfararstofum og líkbrennslum. 31.8.2021 07:51
Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31.8.2021 07:28