Fordæma staðhæfingar Þorbjargar og vilja rannsókn Landssamband lögreglumanna vill að ríkissaksóknari rannsaki staðhæfingar Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns, sem sagði á ráðstefnu á Hólum engan vafa leika á því að kerfið réttarkerfið færi í manngreiningarálit eftir þjóðfélagsstöðu. 9.11.2021 07:30
Varð fyrir hellusteini sem var kastað í gegnum rúðu veitingastaðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðborginni um klukkan 21.30 í gærkvöldi, þar sem hellusteini hafði verið kastað inn um rúðu á veitingastað. Steinninn lenti í enni viðskiptavinar staðarins, sem blæddi mikið. 9.11.2021 06:32
Selur 10 prósent af hlut sínum í Tesla... ef hann er maður orða sinna Elon Musk mun selja 10 prósent af hlut sínum í Tesla til að geta greitt skatt af ágóðanum, ef hann er maður orða sinna. 8.11.2021 06:36
Heimilisófriður reyndust kappsamir tölvuleikjaspilarar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt en hún var meðal annars kölluð til vegna slagsmála, heimilisófriðar og vinnupalls sem féll á bifreið í miðborginni. 8.11.2021 06:24
„Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. 6.11.2021 23:34
Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ 6.11.2021 22:33
70 dæmdir í gríðarlega umfangsmiklum réttarhöldum gegn Ndrangheta Sjötíu meðlimir Ndrangheta, valdamestu og auðugustu glæpasamtaka Ítalíu, voru fundir sekir í umfangsmestu réttarhöldum sem um getur í sögu landsins. 355 bíða enn niðurstöðu í málum sínum en þeir sem voru dæmdir í dag höfðu samþykkt hraðari málsmeðferð gegn því að fá þriðjung mögulegs dóms niðurfelldan. 6.11.2021 21:52
Sjúkraflutningamenn og björgunarsveitir komu manni til bjargar á Langjökli Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan 13 í dag. Ungur maður hafði slasast á fæti á Langjökli og komst ekki af sjálfsdáðun niður af jöklinum. 6.11.2021 21:01
Musk hefur skoðanakönnun á því hvort hann eigi að selja 10 prósent í Tesla Frumkvöðullinn og viðskiptajöfurinn Elon Musk hefur efnt til skoðanakannanar á Twitter þar sem hann spyr 62 milljón fylgjendur sínar hvort hann eigi að selja 10 prósent af hlutabréfum sínum í Tesla. 6.11.2021 20:48
Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. 6.11.2021 19:47