Neyðarskömmtun víða í gildi eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa Loftvarnaflautur fóru í gang og sprengingar heyrðust víða um Úkraínu í morgun. Íbúar voru hvattir til að leita skjóls, meðal annars í Kænugarði og á að minnsta kosti tíu öðrum svæðum. 31.10.2022 11:45
Musk sagður íhuga að rukka notendur 20 dollara á mánuði fyrir vottun Elon Musk er nú sagður íhuga að rukka Twitter-notendur um 20 Bandaríkjadali á mánuði fyrir vottun þess efnis að þeir séu raunverulega þeir sem þeir segjast vera. Auðkennda notendur má þekkja á bláu merki við nafn þeirra á Twitter. 31.10.2022 11:07
Disney-þemagarðinum í Sjanghæ lokað vegna Covid og gestir fastir inni Disney-þemagarðinum í Sjanghæ var lokað í morgun vegna Covid-19. Gestum garðsins var tilkynnt að þeir fengju ekki að fara fyrr en þeir hefðu fengið neikvæðar niðurstöður úr skimun. 31.10.2022 08:58
Hinir ranglega sakfelldu fá milljarða í skaðabætur frá New York Borgaryfirvöld í New York hafa samþykkt að greiða Muhammad Aziz og erfingjum Khalil Islam 26 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur en mennirnir sátu í fangelsi í áratugi eftir að hafa verið ranglega sakfelldir fyrir morðið á Malcolm X árið 1965. 31.10.2022 08:05
Úkraínumenn vakna við loftvarnaflautur og sprengingar Loftvarnaflautur ómuðu víða í Úkraínu í morgun og sprengingar hafa heyrst í Kænugarði. Fregnir herma að um hafi verið að ræða sjö til átta sprengingar en að sögn Anton Gerashchenko, ráðgjafa Úkraínuforseta, skutu Rússar um það bil 40 eldflaugum á hin ýmsu skotmörk í morgun. 31.10.2022 07:13
Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks styðja Bjarna Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 31.10.2022 06:36
Stál í stál: Fáir að biðja um að allir borgi segir Bjarni um lífeyrissjóðina Það kemur ekki til greina að lífeyrissjóðirnir slái af kröfum sínum á ÍL-sjóð, segir framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða. Á sama tíma segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lífeyrissjóðina ekki munu komast upp með það að stilla ríkissjóði upp við vegg. 27.10.2022 14:37
Ævisaga „varaskeifunnar“ kemur út 10. janúar Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 27.10.2022 11:39
Ye vísað á dyr í höfuðstöðvum Skechers Tónlistarmanninum og fatahönnuðinum Ye, áður Kanye West, var vísað á dyr þegar hann mætti óboðinn í höfuðstöðvar Skechers í Los Angeles í gær. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að Ye og föruneyti hans hafi verið fylgt út eftir stutt samtal. 27.10.2022 07:56
Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. 27.10.2022 07:21