Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Forsvarsmenn stéttarfélags flugþjóna Air Canada segja félagsmenn sína ekki munu snúa aftur til vinnu, þrátt fyrir fyrirskipanir yfirvalda þar að lútandi. Flugþjónarnir lögðu niður störf á laugardagsmorgun og um það bil 1.400 flugferðir voru felldar niður um helgina. 18.8.2025 07:14
Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram „Selenskí Úkraínuforseti getur bundið enda á stríðið við Rússa svo til samstundis, ef hann vill, eða hann getur haldið áfram að berjast.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gærkvöldi. 18.8.2025 06:34
Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Einn var handtekinn á höfuðborgðarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt grunaður um líkamsárás og annar grunaður um innbrot og þjófnað. Báðir voru vistaðir í fangageymslu. 18.8.2025 06:16
Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stigið fram til að blása Demókrötum í Texas í brjóst en hann hefur hælt þingmönnum ríkisþingsins fyrir að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. 15.8.2025 14:04
Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15.8.2025 08:02
Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Vísindamenn við Massachusetts Institute of Technology (MIT) hafa beitt gervigreind til að uppgötva tvö möguleg sýklalyf sem vinna á fjölónæmum stafýlókokkum og lekanda sýkingum. 15.8.2025 07:17
Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi komast að samkomulagi um frið í Úkraínu og að hann teldi 75 prósent líkur á því að fundur þeirra í Alaska í kvöld myndi bera árangur. 15.8.2025 06:44
Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá einstaklinga í gær eftir að tilkynning barst um þrjá menn sem voru sagðir vera að ræna mann. Tveir voru vistaðir í fangageymslum en einn látinn laus að lokinni skýrslutöku. 15.8.2025 06:24
Starmer og Selenskí funda í dag Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti munu funda í Downing-stræti nú fyrir hádegi, í aðdraganda fundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútín Rússlandsforseta á morgun. 14.8.2025 08:47
Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Framkvæmdir vegna endurhönnunar á komu- og brottfararverslununum Ísland Duty Free á Keflavíkurflugvelli hefjast á næstunni. Nýja hönnunin mun sækja innblástur í dramatískt landslag Íslands, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 14.8.2025 08:07