Vilja heimila lausasölu getnaðarvarnarpillu Ráðgjafanefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kostir þess að heimila sölu getnaðarvarnarlyfs án lyfseðils vegi þyngra en áhættan af því að heimila smásölu lyfsins. Var nefndin samhljóða í áliti sínu. 11.5.2023 09:26
Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11.5.2023 07:42
Lyfja kærir uppflettingar fyrrverandi starfsmanns til lögreglu Fyrrverandi starfsmaður Lyfju hefur verið kærður til lögreglu fyrir tilefnislausa uppflettingu í lyfjagátt haustið 2021. Það voru forsvarsmenn Lyfju sem kærðu eftir að hafa fengið staðfest hjá Embætti landlæknis að uppflettingin hefði sannarlega átt sér stað. 11.5.2023 06:44
Sakar lögreglu um að hafa skipulagt handtökurnar fyrirfram Graham Smith, leiðtogi lýðveldissamtakanna Republic, sakar lögregluyfirvöld í Lundúnum um að hafa skipulagt það fyrirfram að handtaka mótmælendur við krýningu Karls III Bretakonungs, til að trufla og gera lítið úr mótmælum lýðveldissinna á krýningardaginn. 8.5.2023 12:48
Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8.5.2023 10:32
Notuðu rafbyssu á mann og skutu hundana hans Yfirmenn Lundúnarlögreglunnar hafa gripið til varna fyrir lögreglumenn sem skutu mann með rafbyssu og skutu hundana hans tvo til bana fyrir framan öskrandi vitni. 8.5.2023 07:59
Kulnun ekki skilgreindur sjúkdómur og því ekki haldið utan um tölfræði Kulnun hefur ekki verið skilgreind sem sjúkdómur og því eru ekki til tölur um umfang tilvísana og vottorða vegna kulnunar hjá Landlæknisembættinu. Af sömu ástæðu liggur ekki fyrir tíðni greininga á kulnun eða þróunar þeirra. 8.5.2023 06:57
Gekk í veg fyrir bifreið og braut bílrúðu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar vegna ónæðisseggja og tvær tilkynningar vegna flugeldafikts á vaktinni í gærkvöldi og nótt. 8.5.2023 06:40
Þrjár stunguárásir í austurhluta Lundúna í gær Þrír voru stungnir til bana í austurhluta Lundúna á föstudag, á aðeins átta klukkustundum. Um var að ræða þrjú aðskilin mál en búið er að handtaka grunaða gerendur í tveimur þeirra. 7.5.2023 00:04
Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6.5.2023 23:05