Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. 12.7.2023 08:34
Einn fylgjenda Manson látinn laus eftir 53 ár í fangelsi Leslie Van Houten hefur verið látið laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað 53 ára dóm fyrir aðild sína að morðinu á Leno og Rosemary LaBianca. Van Houten var 19 ára gömul þegar hún tók þátt í morðunum sem einn af fylgjendum Charles Manson. 12.7.2023 07:50
„Hjartsláttarfrumvarp“ samþykkt í Iowa Ný lög hafa verið samþykkt í Iowa í Bandaríkjunum sem banna þungunarrof í nær öllum tilvikum eftir að hjartsláttur finnst, sem er yfirleitt eftir sex vikna meðgöngu, fyrir þann tíma sem flestar konur vita að þær eru óléttar. 12.7.2023 07:02
Vaktin: Allt sem þú þarft að vita á þriðja degi eldgoss Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu við Litla-Hrút í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Náttúruvársérfræðingur segir „malla“ í gígnum sem hefur verið að myndast og hraun dreifist út frá honum. 12.7.2023 06:48
Ítreka öryggi bóluefnanna og vara við falsupplýsingum Alþjóðasamband lyfjastofnana (ICMRA) hefur sent frá sér yfirlýsingu til að ítreka og vekja athygli á öryggi bóluefnanna við Covid-19 og röngum og misvísandi upplýsingum sem eru í umferð. 11.7.2023 08:20
Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11.7.2023 07:57
Nassar stunginn tíu sinnum í fangelsinu í Flórída Larry Nassar, fyrrverandi læknir landsliðs Bandaríkjanna í fimleikum, var stunginn að minnsta kosti tíu sinnum í fangelsinu þar sem hann dvelur. Nassar var dæmdur í 175 ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á liðsmönnum landsliðsins. 11.7.2023 07:22
Bakkað á vegfaranda á rafmagnshlaupahjóli Lögregla var kölluð til í Seljahverfi í Reykjavík í gær þar sem bifreið hafði verið bakkað á vegfaranda á rafmagnshlaupahjóli. Einn var fluttur á bráðamóttöku en meiðsl hans reyndust minniháttar. 11.7.2023 06:41
Tugir leitað sér aðstoðar vegna kynferðislegra hugsana eða hegðunar gagnvart börnum Fjörtíu og einn einstaklingur, þar af ein kona, sóttu meðferð í gegnum úrræðið Taktu skrefið árið 2022. Um er að ræða úrræði fyrir þá sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum sínum eða hegðun, eða hafa þegar beitt kynferðisofbeldi. 11.7.2023 06:29
Vaktin: Öll nýjustu tíðindi af eldgosinu á Reykjanesskaga Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti í gær klukkan 16:40 en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. Opnað var fyrir aðgengi fólks að gosinu eftir hádegi. Gangan er um tuttugu kílómetra löng fram og til baka. 11.7.2023 06:02