Segist vongóður um „fordæmalausa niðurstöðu“ Cop28 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2023 07:23 Næstu dagar munu leiða í ljós hvort innistæða er fyrir bjartsýni Al Jaber. Getty/Bryan Bedder „Fordæmalaus niðurstaða“ sem myndi halda lífi í voninni um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður er innan seilingar, segir maðurinn sem fer fyrir samningaviðræðum um aðgerðir í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna Cop28 sem hefst í Dubai í vikunni. Mikilvægur árangur er sagður hafa náðst í viðræðum í aðdraganda fundarins, þar sem ríki heims hafa meðal ananrs samþykkt drög að sjóði fyrir þau ríki sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum. Al Jaber segir í samtali við Guardian að möguleiki sé á því að samkomulag náist um afgerandi aðgerðir til að draga verulega úr losun fyrir 2030. Hann segist nokkuð bjartsýnn og að sá meðbyr sem hann hafi fundið fyrir gefi von um fordæmalausa niðurstöðu. Markmið hans sé að koma ríkjum heims aftur á þá braut að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu. Fundarhöld í Dubai hefjast á morgun og von er á yfir 70.000 sendifulltrúum frá 198 ríkjum. Sú ákvörðun að tilnefna Al Jaber til að fara fyrir viðræðum hefur sætt nokkurri gagnrýni en hann er einnig framkvæmdastjóri Adnoc, olíufélags Sameinuðu arabísku furstadæmana. Al Jaber hefur hins vegar sagt að starfa sinna vegna sé hann í lykilstöðu til að ná til annarra olíuríkja, til að mynda Sádi Arabíu. Al Jaber segir í samtalinu við Guardian að yfirvöld í Sádi Arabíu hafi verið samstarfsfús og að þau hafi komið að borðinu með metnað til þess að ná árangri. Hann viðurkenndi hins vegar að menn deildu enn um fýsileika þess að hætta smám saman alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar greint var frá því að samkvæmt skjölum sem var lekið ætluðu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að notfæra sér Cop28 til að tala fyrir olíusamningum. Al Jaber segir þátttöku hagsmunaaðila í olíuiðnaðinum hins vegar nauðsynlega og bendir á skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þar sem segir að allir aðilar verði að koma að lausn mála. Hér má finna umfjöllun Guardian. Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Mikilvægur árangur er sagður hafa náðst í viðræðum í aðdraganda fundarins, þar sem ríki heims hafa meðal ananrs samþykkt drög að sjóði fyrir þau ríki sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum. Al Jaber segir í samtali við Guardian að möguleiki sé á því að samkomulag náist um afgerandi aðgerðir til að draga verulega úr losun fyrir 2030. Hann segist nokkuð bjartsýnn og að sá meðbyr sem hann hafi fundið fyrir gefi von um fordæmalausa niðurstöðu. Markmið hans sé að koma ríkjum heims aftur á þá braut að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu. Fundarhöld í Dubai hefjast á morgun og von er á yfir 70.000 sendifulltrúum frá 198 ríkjum. Sú ákvörðun að tilnefna Al Jaber til að fara fyrir viðræðum hefur sætt nokkurri gagnrýni en hann er einnig framkvæmdastjóri Adnoc, olíufélags Sameinuðu arabísku furstadæmana. Al Jaber hefur hins vegar sagt að starfa sinna vegna sé hann í lykilstöðu til að ná til annarra olíuríkja, til að mynda Sádi Arabíu. Al Jaber segir í samtalinu við Guardian að yfirvöld í Sádi Arabíu hafi verið samstarfsfús og að þau hafi komið að borðinu með metnað til þess að ná árangri. Hann viðurkenndi hins vegar að menn deildu enn um fýsileika þess að hætta smám saman alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar greint var frá því að samkvæmt skjölum sem var lekið ætluðu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að notfæra sér Cop28 til að tala fyrir olíusamningum. Al Jaber segir þátttöku hagsmunaaðila í olíuiðnaðinum hins vegar nauðsynlega og bendir á skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þar sem segir að allir aðilar verði að koma að lausn mála. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira