Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18.7.2023 07:28
Auka eftirlit á Hormuz-sundi vegna afskipta Írana af skipaumferð Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að senda herskip og fleiri herþotur til Hormuz-sunds og Ómanflóa til að fæla Íran frá því að ráðast gegn skipum í eigu erlendra fyrirtækja. 18.7.2023 06:57
Ráðist í lagabreytingar í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg Innviðaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu til að tryggja að sem réttastar upplýsingar liggi fyrir á hverjum tíma um búsetu fólks. 18.7.2023 06:35
Siðferðislögreglan aftur farin að vakta slæðuburð kvenna Siðferðiseftirlit lögregluyfirvalda í Íran er komið í gang aftur eftir að hafa legið niðri í nokkra mánuði. Eftirlitið var lagt niður tímabundið í kjölfar mótmæla sem efnt var til í kjölfar dauða Möhsu Amini, sem lést í haldi lögreglu. 17.7.2023 09:43
Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17.7.2023 08:53
Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17.7.2023 07:48
Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17.7.2023 06:51
Handtekinn fyrir ölvun við akstur með tvö börn í bílnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli í gær eftir að tilkynnt var um ökumann sem talinn var ölvaður. Þegar lögregla stöðvaði bifreið hans reyndust tvö börn í bílnum. Var ökumaðurinn handtekinn. 17.7.2023 06:27
Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. 12.7.2023 10:12
Kvikan ólgar og iðar í sumarnæturrökkrinu Ragnar Axelsson ljósmyndari lagði leið sína að eldgosinu við Litla-Hrút í nótt. Glóandi kvikan og hraunelgurinn sjást vel í miðnæturrökkrinu en felur sig líka undir svartri hraunskorpunni og eins gott að fara varlega. 12.7.2023 09:39