Enn myndast röð í Leifsstöð en þó ekki vegna veikinda Einhverjar raðir hafa myndast í öryggisleitinni í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli í morgun en það er ekki vegna veikinda eins og á mánudag, þegar röðin náði niður stiga og fram í brottfararsal. 14.9.2023 08:31
Leita að varðstjórum ALFA, BRAVO, DELTA og CHARLIE Ríkislögreglustjóri hefur auglýst tólf yfirmannsstöður hjá sérsveitinni en um er að ræða fjórar stöður varðstjóra, fjórar stöður aðalvarðstjóra og fjórar stöður sérhópsstjóra ALFA, BRAVO, DELTA og CHARLIE. 14.9.2023 06:56
Segir þörf á 700 hjúkrunarrýmum til viðbótar á næstu fimmtán árum Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu, segir gríðarmikinn vanda blasa við en þörf sé á ríflega 700 hjúkrunarrýmum til viðbótar í Reykjavík á næstu fimmtán árum. 14.9.2023 06:32
Almennir borgarar koma samlöndum sínum til hjálpar Allt að 3.000 eru taldir látnir og fleiri en 5.000 særðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Marokkó á föstudag. Herinn hefur sett upp tímabundin sjúkrahús þar sem neyðin er sem mest en vonir dvína um að finna fleiri á lífi. 13.9.2023 11:39
Edda veitti viðskiptavinum ekki fullnægjandi upplýsingar Edda útgáfa hf. braut gegn ákvæðum laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að upplýsa ekki viðskiptavini um ýmsa skilmála, hvorki í fjarsölu né við sölu á netinu. 13.9.2023 11:11
Stolnu verki eftir van Gogh skilað í Ikea-poka með blóðugum kodda Málverkið „Vorgarður“ eftir Vincent van Gogh er komið aftur í öruggar hendur eftir að hafa verið stolið af Singer-safninu í bænum Laren í Hollandi árið 2020. Það var málverkaspæjari sem endurheimti verkið, eftir að það hafði gengið manna á milli. 13.9.2023 08:36
Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13.9.2023 07:34
Afar umdeild frumvörp meðal 212 þingmála ríkisstjórnarinnar Alls eru 212 þingmál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur, þar af 178 frumvörp og 24 þingsályktunartillögur. Um 33 frumvörp verða endurflutt frá síðasta þingi. 13.9.2023 06:45
Sparkaði í og hrækti á innanstokksmuni í verslun Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti þó tveimur útköllum vegna einstaklinga í annarlegu ástandi. Annar var til vandræða í verslun og hinn að áreita fólk. 13.9.2023 06:21
Hádegisfréttir Bylgjunnar Heimilisofbeldi, mótmæli gegn hvalveiðum, biðraðir í Leifsstöð og lyfjanotkun vegna ADHD verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 11.9.2023 11:37