Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2024 06:58 Feðgar þegar allt lék í lyndi. Getty/WireImage/Samir Hussein Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. Þetta hefur fengist staðfest hjá talsmönnum Harry og eiginkonu hans Meghan Markle. Harry er sagður munu fara einn til Bretlands en Meghan verða um kyrrt hjá börnum þeirra Archie og Lilibet. Samkvæmt breskum miðlum hafði Karl persónulega samband við syni sína, Harry og Vilhjálm, og upplýsti þá um greininguna. Þá greindi hann einnig systkinum sínum; Önnu, Andrési og Játvarði, frá tíðindunum. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Meinið er þó ekki í blöðruhálskirtlinum en Buckingham-höll hefur ekki gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Konungurinn var útskrifaður og mætti til messu í Sandringham á sunnudag en snéri aftur til Lundúna í gær til að hefja meðferð við krabbameininu. Hann mun gangast undir meðferðina heima og sinna störfum sínum áfram. Opinberum heimsóknum og viðburðum hefur þó verið frestað. Karl hefur almennt verið við góða heilsu, fyrir utan bakverki sem má líklega rekja til ófárra falla af hestbaki. Konungurinn stundaði póló í meira en 40 ár og braut nokkur bein við íþróttaiðkunina. Þá braut hann bein við refaveiðar og fingur við garðyrkjustörf. Árið 2008 var vöxtur fjarlægður af nefi konungsins en ekki reyndist um krabbamein að ræða. Þá gekkst hann undir aðgerð vegna kviðslits árið 2003. Karl fékk Covid í mars 2020, áður en byrjað var að bólsetja fyrir pestinni, en veiktist ekki alvarlega. Hann smitaðist aftur árið 2022 en var þá þríbólusettur. Kóngafólk England Bretland Karl III Bretakonungur Harry og Meghan Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Þetta hefur fengist staðfest hjá talsmönnum Harry og eiginkonu hans Meghan Markle. Harry er sagður munu fara einn til Bretlands en Meghan verða um kyrrt hjá börnum þeirra Archie og Lilibet. Samkvæmt breskum miðlum hafði Karl persónulega samband við syni sína, Harry og Vilhjálm, og upplýsti þá um greininguna. Þá greindi hann einnig systkinum sínum; Önnu, Andrési og Játvarði, frá tíðindunum. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Meinið er þó ekki í blöðruhálskirtlinum en Buckingham-höll hefur ekki gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Konungurinn var útskrifaður og mætti til messu í Sandringham á sunnudag en snéri aftur til Lundúna í gær til að hefja meðferð við krabbameininu. Hann mun gangast undir meðferðina heima og sinna störfum sínum áfram. Opinberum heimsóknum og viðburðum hefur þó verið frestað. Karl hefur almennt verið við góða heilsu, fyrir utan bakverki sem má líklega rekja til ófárra falla af hestbaki. Konungurinn stundaði póló í meira en 40 ár og braut nokkur bein við íþróttaiðkunina. Þá braut hann bein við refaveiðar og fingur við garðyrkjustörf. Árið 2008 var vöxtur fjarlægður af nefi konungsins en ekki reyndist um krabbamein að ræða. Þá gekkst hann undir aðgerð vegna kviðslits árið 2003. Karl fékk Covid í mars 2020, áður en byrjað var að bólsetja fyrir pestinni, en veiktist ekki alvarlega. Hann smitaðist aftur árið 2022 en var þá þríbólusettur.
Kóngafólk England Bretland Karl III Bretakonungur Harry og Meghan Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira