
Rafmyntasjóður hækkaði um 71 prósent á þremur mánuðum og á „mikið inni”
Rafmyntasjóður Visku hækkaði um 70,5 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, nokkuð meira en sem nemur hækkun rafmyntanna Bitcoin og Ethereum. Sjóðstjórar félagsins telja að markaðurinn „eigi mikið inni” og benda á það styttist í að þvingaðar sölur þrotabúa á rafmyntum ljúki og „erfitt að sjá hvaða markaðsaðilar taki við sölukeflinu.“