Fulltrúar fjórðungs fullvalda ríkja heims á leið til Reykjavíkur Von er á fulltrúum fjórðungs allra fullvalda ríkja í heiminum á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku. Þetta verður lang stærsti viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi og kallar á samvinnu fjölda ráðuneyta og nær alls lögregluliðs landsins. 10.5.2023 19:30
Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10.5.2023 12:23
Bein útsending frá krýningu Karls III á Vísi og Stöð 2 Vísi Bein útsending verður frá krýningu Karls III konungs Bretlands og hátíðarhöldum í kringum hana á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Útsendingin hefst klukkan 8:45 og mun Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsa því sem fram fer frá um klukkan 9:20. 6.5.2023 07:00
Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. 5.5.2023 21:03
Allt tilbúið fyrir fyrstu krýninguna í Bretlandi í 70 ár Gríðarlegur undirbúningur fyrir krýningu Karls III konungs Bretlands og tuga samveldisríkja er á lokametrunum fyrir krýningarathöfnina á morgun. Forseti Íslands verður meðal um 40 þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina sem reiknað er með að hundruð milljóna manna fylgist með í sjónvarpi um allan heim. 5.5.2023 12:14
„En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3.5.2023 21:50
Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aukning á framlagi Íslands til Úkraínu verði kynnt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fram fer hér á landi seinna í mánuðinum. Hún segir að það framlag sem þegar hafi verið kynnt á þessu ári, sé til jafns á við allt framlag Íslands á síðasta ári en bætt verði frekar í. 3.5.2023 18:38
Borgarbúar óánægðir með meirihlutann en Samfylkingin sækir á Ríflega helmingur borgarbúa telur meirihlutann í borgarstjórn hafa staðið sig illa en fleiri telja hann þó hafa staðið sig betur en flokkarnir í minnihlutanum. Samfylkingin nýtur mests fylgis allra flokka í borginni og Framsókn hefur tapað miklu fylgi frá kosningum samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. 26.4.2023 19:31
Dómsmálaráðherra segir ávinning af því að styrkja hælisleitendur til brottfarar Dómsmálaráðherra segir væntanlega reglugerð um styrki til hælisleitenda sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi og hafa ýmist dregið umsókn sína til baka eða fengið synjun vera til hagsbóta fyrir báða aðila. Það væri ódýrara að styðja fólk til að yfirgefa landið sjálfviljugt en flytja það nauðugt úr landi. 26.4.2023 13:04
Litlu mátti muna að fleiri færust um borð í Grímsnesinu Einn maður lést og tveir slösuðust þegar eldur kom upp í Grímsnesi GK í Njarðvíkurhöfn í nótt. Ljóst er að litlu mátti muna að fleiri færust í brunanum sem var mjög erfiður viðureignar. Báturinn er mikið skemmdur. 25.4.2023 19:30