Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til

Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála.

Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði

Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka

Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist

Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna.

Nábrókin dregur til sín fé og seldist fljótt

Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók, sem þjóðsagan segir að geti aflað mönnum fjár, átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti þar sem myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson opnar sýningu á morgun. Myndin er hins vegar vinsæl og hefur nú þegar verið seld.

Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar

Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins.

Sjá meira