Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18.1.2024 06:27
Meira en 90 prósent barnaníðsefnis tekið upp af börnunum sjálfum Meira en 90 prósent alls barnaníðsefnis sem finna má á internetinu er tekið af börnunum sjálfum. Börnin, sem eru neydd til að taka upp efnið, eru allt niður í þriggja ára gömul. 17.1.2024 10:56
Gular viðvaranir vegna snjókomu vestanlands á morgun Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir vestanvert landið. Viðvaranirnar verða í gildi frá miðnætti fram á miðjan dag á morgun, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17.1.2024 10:27
Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. 17.1.2024 09:59
Myrti tvífara sinn til að flýja þrúgandi fjölskyldu Réttarhöld yfir 24 ára gamalli þýsk-írakskri konu og 25 ára gömlum manni frá Kósovó hófust í Þýskalandi í gær. Parið er ákært fyrir hafa myrt 23 ára gamla konu í ágúst 2022. Hin ákærða kona er sögð hafa viljað sviðsetja dauða sinn í von um að flýja þrúgandi fjölskylduaðstæður. 17.1.2024 08:36
Landris heldur áfram við Svartsengi Landris heldur áfram við Svartsengi og kvika safnast enn upp. Tæplega sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum frá miðnætti. Staðan er þó meira og minna óbreytt. 17.1.2024 07:47
Milljarðamæringar vilja borga meiri skatta Rúmlega 250 milljarða- og milljónamæringar í dollurum talið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að ríkisstjórnir heims hækki skattana þeirra. 17.1.2024 07:34
Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17.1.2024 06:55
FBI rannsakar kynferðisglæpi tískumógúls Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot tískumógúlsins og fyrrverandi framkvæmdastjóra Abercrombie & Fitch. Rannsókninni var hrundið af stað í kjölfar fréttaumfjöllunar breska ríkisútvarpsins um málið. 17.1.2024 06:28
Minnsta en skæðasta eldgosið á Reykjanesskaga Eldgosið fyrir norðan Grindavík virðist hafa gefið upp öndina en engin kvika hefur sést kom upp síðan klukkan 1:08 í nótt. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir eldgosið það minnsta af þeim fimm sem orðið hafa á Reykjanesskaga frá 2021. 16.1.2024 09:01