Hundi rænt fyrir utan verslun í nótt Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Ung kona var handtekin í nótt grunuð um að hafa rænt hundi, hvers eigandi hafði bundið hann fyrir utan búð í Breiðholti sem hann var að versla í. Konan var vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn málsins í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 19.6.2021 07:14
Seldi Bubba húsið með því skilyrði að fá frímiða á alla tónleika Gunnar Kr. Gunnarsson, 83 ára Seltirningur, seldi ástsæla tónlistarmanninum Bubba húsið sitt á dögunum. Eitt af þeim skilyrðum sem Gunnar setti við söluna var að hann fengi miða á alla tónleika Bubba það sem eftir er ævinnar. 18.6.2021 15:30
Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18.6.2021 11:56
Skipta englunum út fyrir „það sem konur vilja“ Undirfataframleiðandinn Victoria‘s Secret hefur skipt út hinum víðfrægu englum fyrir konur sem eru frægar fyrir afrek sín, ekki líkama. Ný auglýsingaherferð framleiðandans hefur vakið athygli enda konur af öllum stærðum og gerðum í henni en áður hefur leyndarmál Viktoríu haldið sig við þvengmjóar ofurfyrirsætur. 18.6.2021 11:29
Erlendir sjónvarpssérfræðingar ósammála um Kötlu: „Köld og ruglingsleg norræn ráðgáta“ Íslensku Netflix-þættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni um allan heim á miðnætti í fyrrinótt. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma hjá erlendum gagnrýnendum en áhorfendur hafa þó gefið þáttunum mjög góða einkunn: 83 prósent á Rotten Tomatoes og 81 prósent á IMDB. 18.6.2021 10:53
Miklatorg nýtt hjarta Hlíðanna í tillögum um Miklubraut í stokk Fimm tillögur að uppbyggingu á og við Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær. Tillögurnar fela allar í sér mikla uppbyggingu byggðar á og við stokkana. 16.6.2021 16:50
Átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn einhverfum manni Karlmaður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en huti refsingarinnar er skilorðsbundinn. Hann er dæmdur fyrir að hafa nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart manni með þroskahömlun og brotið á honum kynferðislega. Þá er honum gert að greiða brotþola 800 þúsund krónur í miskabætur. 16.6.2021 16:38
Lögreglan lýsir enn eftir Mantas Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Mantas Telvikas, sem er fjörutíu ára gamall. Lýst var eftir honum fyrst þann 9. júní síðastliðinn fyrir viku síðan. 16.6.2021 16:23
Dæmdur fyrir að hafa sent áfram nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni Karlmaður var á dögunum dæmdur brotlegur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir brot í nánu sambandi. Maðurinn hafði meðal annars hótað fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður ítrekað, og sent nektarmyndir af henni áfram á fleiri aðila. Maðurinn mun ekki sæta refsingu en honum er gert að greiða allan málskostnað. 16.6.2021 15:01
Þórdís og Haraldur etja kappi í Norðvesturkjördæmi Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og því lýkur á laugardaginn, 19. júní. Fyrri dagur prófkjörs er í dag en Norðvesturkjördæmi er síðasta kjördæmið til þess að halda prófkjör fyrir komandi Alþingiskosningar. 16.6.2021 14:31