30 ára fangelsi fyrir að hafa svelt, pyntað og drepið þernuna sína Kona frá Singapúr hefur verið dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að hafa svelt, pyntað og drepið mjanmarska þernu sína. Þernan vó aðeins 24 kíló þegar hún lést árið 2016. 22.6.2021 10:46
Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22.6.2021 10:07
Áhyggjuefni að fjöldi særðra eftir hnífstunguárásir tvöfaldist á milli ára Árið 2020 urðu 23 fyrir líkamstjóni vegna eggvopnsárása, sem er 109 prósentum meira en árin á undan. Á árunum 2017-2019 urðu á bilinu sjö til ellefu fyrir líkamstjóni vegna slíkra árása. 21.6.2021 16:15
Týnda prinsessan í fríi á Spáni Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. 21.6.2021 15:54
Glærir ruslapokar í Sorpu ódýrari fyrir samfélagið Frá og með 1. júlí næstkomandi munu endurvinnslustöðvar Sorpu hætta að taka við svörtum ruslapokum. Það er gert til að stuðla að aukinni endurvinnslu, endurnotum og til að styðja enn frekar við hringrásarhagkerfið. 21.6.2021 14:31
Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21.6.2021 13:46
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar ferðumst við til Norðvesturkjördæmis en prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, og jafnframt því síðasta í flokknum, lauk með sigri ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í gær. Konur leiða nú lista flokksins í þremur kjördæmum. 20.6.2021 11:38
Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir samsæriskenningar Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið. 20.6.2021 10:03
Sprengisandur: MeToo, uppsagnir á Akureyri og hræðsla við Kína Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Hildi Fjólu Antonsdóttur, doktor í réttarfélagsfræði, til að ræða MeToo og rannsóknir sínar á stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum. 20.6.2021 09:30
Nýr olíuakur ógnar lífi 130 þúsund fíla Tugir þúsunda afrískra fíla eru í hættu vegna áforma um að bora fyrir olíu á svæði sem talið er meðal síðustu ósnertu svæða í álfunni. Ætlunin er að olíuakurinn teygi sig frá Namibíu yfir til Botnsvana, sem myndi koma öllu lífríki, og samfélögum, á svæðinu úr jafnvægi. 20.6.2021 09:16