Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24.3.2022 15:37
Sauð upp úr á Alþingi þegar Birgir neitaði að endurtaka atkvæðagreiðslu „Forseti alls Alþingis á að standa með öllu Alþingi, ekki stjórnarliðum sem geta ekki einu sinni setið á rassinum í gegn um eina einustu atkvæðagreiðslu.“ 24.3.2022 13:50
Landsréttur úrskurðar mann í gæsluvarðhald sem hótaði að sprengja Alþingi Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, sem féll 17. mars síðastliðinn, um að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til klukkan 16 miðvikudaginn 13. apríl næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent ýmsum stofnunum hótanir um að sprengja húsnæði þeirra í loft upp. 24.3.2022 13:08
Leggja til að greiðslumat leigjenda taki mið af greiddri húsaleigu Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að fjármála- og efnahagsráðherra geri breytingar á reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat til að auðvelda fólki á leigumarkaði að kaupa sér íbúðarhúsnæði til eigin nota. 24.3.2022 10:15
Keypti Kjarvalsverk og gjaldeyri með peningum tíræðra systra Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli konu á sextugsaldri, sem er ákærð fyrir að hafa féflett tvær systur á tíræðisaldri, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún er sökuð um að hafa ráðstafað tæpum 80 milljónum króna af bankareikningum systranna í eigin þágu. 24.3.2022 08:00
Vítalía kærir Þórð, Ara og Hreggvið fyrir kynferðisbrot Vítalía Lazareva ætlar að kæra Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hefur bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu til að leggja kæruna fram. Vítalía hefur sakað þá um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðarferð í desember 2020. 22.3.2022 10:28
Leita að flugritum MU5735 í skógi vöxnu fjalllendi Viðbragðsaðilar hafa verið að í um sólarhring við að leita að líkum þeirra sem fórust í flugslysi í suðurhluta Kína í gærmorgun. Óvíst er hvað olli slysinu og er flugritanna enn leitað. 22.3.2022 09:49
Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. 21.3.2022 14:24
Getur loksins keypt hvítan Monster í mötuneyti Alþingis Orkudrykkurinn Monster Ultra Energy White, oftast kallaður hvítur Monster í daglegu tali, er nú fáanlegur í mötuneyti Alþingis. 21.3.2022 13:57
Boeing 737-800 flugvélin hrapaði úr 30 þúsund feta hæð á tveimur mínútum Flugvél með 133 manns um borð hefur hrapað í Kína. AFP segir frá þessu, en óvíst er á þessari stundu um manntjón. 21.3.2022 08:31