Tvö ný sveitarfélög urðu til í gær Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga. 27.3.2022 14:30
Missir heimaþjónustu á þriðjudag og hræðist að enda aftur á bráðamóttöku Fjölfatlaður 45 ára karlmaður hræðist að lenda varanlega inni á bráðamóttöku um miðja viku þar sem þjónustusamningur borgarinnar við hann er við það að renna út. Hann segist hafa sent borginni ítrekaðar fyrirspurnir en fái ekki svör um hvort samningurinn verði framlengdur svo hann geti verið áfram heima. 27.3.2022 14:01
Segja Rússa beita efnavopnum í Austur-Úkraínu Bandaríkjaforseti var harðorður í garð forseta Rússlands í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi. Hann kallaði Vladimír Pútín slátrara og lýsti því yfir að hann gæti ekki setið lengur á valdastóli. 27.3.2022 12:32
Vaktin: Þjóðverjar skoði loftvarnakerfi vegna mögulegra árása Rússa Þjóðverjar íhuga nú að fjárfesta í loftvarnakerfi, til að verjast mögulegum árásum Rússa á landið. Þetta segir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. 27.3.2022 09:23
Mældu átján stiga hita á Kvískerjum á miðnætti Það hlýtur að teljast vorboði að átján stiga hiti hafi mælst á miðnætti á Kvískerjum undir Vatnajökli. Nú mun hins vegar taka að kólna og það frystir víða á landinu í dag. 27.3.2022 08:40
Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27.3.2022 07:56
Ók á gangandi vegfaranda og stakk af Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á níunda tímanum í gærkvöldi og ökumaður stakk af. Málið er í rannsókn og ekki vitað um alvarleika meiðsla þess sem var ekið á. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekið á vegfarandann á Suðurlandsbraut. 27.3.2022 07:31
Telur að bregðast þurfi strax við ásökunum um kynferðisbrot innan fyrirtækja Á að byggja ákvarðanir sem teknar eru innan fyrirtækja á sömu hagsmunum og í refsimálum fyrir dómstólum? Er sambærilegt að missa starf og að vera dæmdur í fangelsi? Þessum spurningum veltir lögfræðingurinn Ingunn Agnes Kro upp í grein sem birtist í Lögmannablaðinu sem kom út á föstudaginn. 27.3.2022 07:21
Solveig Lára vígslubiskup á Hólum lætur af embætti Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti á kirkjuþingi sem hófst í morgun að hún hygðist láta af embætti 1. september næstkomandi. 26.3.2022 14:11
Hjálmar Hallgrímsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík Hjálmar Hallgrímsson mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem fara fram 14. maí næstkomandi. Birgitta H. Ramsey Káradóttir skipar annað sætið og Irmy Rós Þorsteinsdóttir það þriðja. 26.3.2022 13:44