Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verð á bensíni hefur aldrei verið hærra og er fyrirséð að það hækki enn meira á næstu vikum. Bensínfyrirtæki eiga erfitt með að skýra gríðarlegan verðmun milli eigin stöðva, jafnvel stöðva sem liggja hlið við hlið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Félags íslenskra bifreiðaeigenda í beinni útsendingu. 2.6.2022 17:57
Lögregla greip innbrotsþjófa glóðvolga Lögreglan á höfuborgarsvæðinu greip í morgunsárið tvo innbrotsþjófa glóðvolga og þeim stungið samstundis í steininn á meðan unnið var að rannsókn málsins. Þjófarnir höfðu komist inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík með því að klifra upp vinnupalla við húsið. 2.6.2022 17:45
Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. 2.6.2022 17:30
Norska lögreglan lýsir eftir fanga sem er dæmdur fyrir tvö morð Norska lögreglan hefur lýst eftir fanga, sem var dæmdur fyrir tvo morð, eftir að hann skilaði sér ekki í fangelsið í Þrándheimi eftir dagsleyfi. Lýst hefur verið eftir fanganum alþjóðlega. Lögregla segir grun um að hann hafi farið til Ósló. 1.6.2022 23:12
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og K-lista myndaður í Dalvík Oddvitar D-lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra og K-lista Dalvíkurbyggðrar undirrituðu í kvöld málefnasamning fyrir næstu fjögur ár í meirihluta sveitarstjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listunum. 1.6.2022 22:45
Framsókn, Samfylking og Bein leið ná saman í Reykjanesbæ Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Bein leið hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í Reykjanesbæ á kjörtímabilinu. Undirritun meirihlutasamstarfs mun fara fram í Stapaskóla í Innri-Njarðvík á morgun klukkan 11:30. 1.6.2022 22:31
Kristinn metinn hæfastur í Landsrétt Kristinn Halldórsson dómstjóri var metinn hæfastur sjö umsækjenda í embæti dómara við Landsrétt af dómnefnd. 1.6.2022 22:24
Starfshópur leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt Starfshópur, sem skipaður var af matvælaráðherra í lok síðasta árs, leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt. Matvælaráðherra hefur ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem gildir til þriggja ára þar sem skýrt er kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þurfi að uppfylla. 1.6.2022 22:04
Depp hafði betur í meiðyrðamálinu gegn Heard Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. 1.6.2022 18:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í konu sem beið í hálfan sólarhring eftir þjónustu á bráðamóttöku Landsspítalans. Hún segir fólk verða að vera í topp standi til að þola biðina. 1.6.2022 18:01