Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Verð á bensíni hefur aldrei verið hærra og er fyrirséð að það hækki enn meira á næstu vikum. Bensínfyrirtæki eiga erfitt með að skýra gríðarlegan verðmun milli eigin stöðva, jafnvel stöðva sem liggja hlið við hlið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Félags íslenskra bifreiðaeigenda í beinni útsendingu.

Lög­regla greip inn­brots­þjófa glóð­volga

Lögreglan á höfuborgarsvæðinu greip í morgunsárið tvo innbrotsþjófa glóðvolga og þeim stungið samstundis í steininn á meðan unnið var að rannsókn málsins. Þjófarnir höfðu komist inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík með því að klifra upp vinnupalla við húsið.

Norska lögreglan lýsir eftir fanga sem er dæmdur fyrir tvö morð

Norska lögreglan hefur lýst eftir fanga, sem var dæmdur fyrir tvo morð, eftir að hann skilaði sér ekki í fangelsið í Þrándheimi eftir dagsleyfi. Lýst hefur verið eftir fanganum alþjóðlega. Lögregla segir grun um að hann hafi farið til Ósló. 

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og K-lista myndaður í Dalvík

Oddvitar D-lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra og K-lista Dalvíkurbyggðrar undirrituðu í kvöld málefnasamning fyrir næstu fjögur ár í meirihluta sveitarstjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listunum.

Framsókn, Samfylking og Bein leið ná saman í Reykjanesbæ

Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Bein leið hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í Reykjanesbæ á kjörtímabilinu. Undirritun meirihlutasamstarfs mun fara fram í Stapaskóla í Innri-Njarðvík á morgun klukkan 11:30.

Starfshópur leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt

Starfshópur, sem skipaður var af matvælaráðherra í lok síðasta árs, leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt. Matvælaráðherra hefur ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem gildir til þriggja ára þar sem skýrt er kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þurfi að uppfylla.

Depp hafði betur í meið­yrða­málinu gegn Heard

Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í konu sem beið í hálfan sólarhring eftir þjónustu á bráðamóttöku Landsspítalans. Hún segir fólk verða að vera í topp standi til að þola biðina.

Sjá meira