Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. 17.6.2022 08:02
Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 17.6.2022 07:45
Gul veðurviðvörun á Suðurlandi og Austfjörðum og blautur þjóðhátíðardagur Gul veðurviðvörun tekur gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og Austfirði í kvöld og verður í gildi þar til annað kvöld. Búast má við norðvestan hvassviðri eða stormi á svæðinu og varað er við óþarfa ferðalögum. 17.6.2022 07:40
Fjórir handteknir í nótt vegna líkamsárása Mikið var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Sextíu og tvö mál voru skráð frá klukkan 17 síðdegis í gær þar til klukkan fimm í morgun. Alls gistu átta í fangageymslum lögreglu í nótt. 17.6.2022 07:29
Fann fyrir létti þegar eiginmaðurinn kvaddi eftir fimmtán ára baráttu við alzheimer Vinkonurnar Ragnheiður Kristín Karlsdóttir og Gunnhildur Skaftadóttir kynntust í gegnum Alzheimersamtökin fyrir rúmum áratug eftir að eiginmenn þeirra greindust með sjúkdóminn. Báðir höfðu þeir þurft að bíða í mörg ár frá því að fyrstu einkenni komu þar til þeir voru greindir, sem fékk mjög á fjölskyldur þeirra. 16.6.2022 07:00
Kalla eftir auknum stuðningi við aðstandendur Alzheimersjúklinga Dæmi eru um að makar alzheimersjúklinga hafi misst heilsu og jafnvel dáið á undan mökum sínum vegna óhóflegs álags. Þeir kalla eftir auknum stuðningi frá heilbrigðisyfirvöldum. 15.6.2022 21:00
Hálft ár síðan verkinu átti að ljúka og vegfarendur bíða spenntir eftir verklokum Mikil óánægja er meðal íbúa og vegfarenda í Hlíðahverfi vegna frágangs á hjóla- og göngustíg við Litluhlíð, semátti að klára átti í byrjun árs en er enn ekki hægt að nota. Hjólreiðamaður segir aðförina að einkabílnum ekkert miðað við þá að reiðhjólum. 14.6.2022 21:31
Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. 13.6.2022 23:47
Mannúðlegra að fá hlaðna byssu frá ríkinu en fátæktarfjötra Kona á fimmtugsaldri sem notar hjólastól eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrir tveimur áratugum missti húsnæðisbætur um áramótin og lifir nú á sextán þúsund krónum á mánuði. Formaður Öryrkjabandalagsins segir ábyrgðina liggja hjá sveitarfélaginu. 13.6.2022 19:46
Örfá dæmi um að íslensk stjórnvöld hafi ekki nýtt sér Dyflinarreglugerðina Fjöldi þeirra sem sótt hefur um alþjóðlega vernd í Evrópu hefur ekki verið meiri frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi var í algleymingi árið 2016. Þá hefur staða flóttafólks sjaldan verið jafn slæm. Stofnandi Solaris flóttamannasamtakanna telur að afnám Dyflinarreglugerðarinnar myndi bæta stöðu þess til muna. 13.6.2022 17:15