Gul viðvörun með rigningu og roki Gul veðurviðvörun er í gildi á Breiðafirði, Vestfjörður, Ströndum og Norðurlandi vestra vegna úrhellisrigningar og hvassviðris. 20.8.2022 07:35
Eldur brann í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í nótt Eldur kviknaði í þaki fjölbýlishúss í hverfi 104 í Reykjavík síðdegis í gær og slökkvilið kallað út. Rjúfa þurfti þak til að komast í glæðurnar. Ekki er ljóst hversu umfangsmiklar skemmdir urðu á húsinu vegna brunans. 20.8.2022 07:21
Eldræða Kristínar Tómasdóttur: „Þið eruð að pakka þessu inn í óskiljanlegar tölur“ Kristín Tómasdóttir, sem farið hefur fyrir hópi foreldra í mótmælum í ráðhúsi Reykjavíkur vegna neyðarástands sem skapast hefur í leikskólamálum, segir tillögur meirihlutans sem kynntar voru í dag ekki nægja. Þar sé engin svör að fá um hvenær börnin þeirra komist á leikskóla. 18.8.2022 14:42
Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18.8.2022 13:17
Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. 18.8.2022 09:58
Pop Idol stjarnan Darius látinn rétt rúmlega fertugur Söngvarinn og leikarinn Darius Campbell Danesh er látinn aðeins 41 árs gamall. Danesh skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tók þátt í hæfileikaþáttunum Popstars og Pop Idol fyrir tveimur áratugum síðan. 16.8.2022 17:01
Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. 16.8.2022 15:32
Í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um brot gegn tveimur konum Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en grunur er um að maðurinn hafi brotið á tveimur konum í aðskildum málum um verslunarmannahelgina. 16.8.2022 14:16
Helga Björg, Ingigerður og Páll Vignir í nýjum hlutverkum hjá Sýn Helga Björg Antonsdóttir, Páll Vignir Jónsson og Ingigerður Guðmundsdóttir hafa ýmist verið ráðin til starfa hjá Sýn eða taka við nýjum störfum hjá fyrirtækinu. Helga Björg hefur verið ráðin markaðsstjóri Vodafone, Ingigerður sem nýr öryggis- og gæðastjóri og Páll Vignir nýr forstöðumaður fjölmiðlalausna. 16.8.2022 14:09
Hús Kristínar og Arnars komið á sölu Arnar Grant og fyrrverandi eiginkona hans Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hafa sett einbýlishúsið sitt á Arnarnesi á sölu. Húsið er rúmlega tvö hundruð fermetrar, með sjö herbergjum og er óskað eftir tilboðum í það. 16.8.2022 12:03