Guggan komin heim en er ekki lengur gul Hið landsfræga skip Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, er komin aftur heim til Íslands eftir rúmlega tveggja áratuga útgerð erlendis. Guggan hefur hins vegar bæði fengið nýtt nafn, Snæfell EA, og tapað sínum einkennislit og er nú blá. 16.8.2022 11:35
Gular viðvaranir á Suðvesturhorninu á morgun Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suðvesturhornið og Miðhálendið á morgun, miðvikudag. Suðaustan hvassviðri eða stormi og mikilli úrkomu er spáð á svæðinu. 16.8.2022 10:38
Myndaveisla: Gosstöðvarnar eftir tvær vikur af eldgosi Rétt tæpar tvær vikur eru liðnar síðan eldgosið í Meradölum hófst og hefur það þegar tekið talsverðum breytingum. Enn er umferð um gosstöðvarnar talsverð en ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson, gerði sér ferð að gosstöðvunum í gær til að líta á síbreytilega náttúruna. 16.8.2022 10:28
Hraunið þekur rúman ferkílómetra í Meradölum Niðurstöður mælinga úr Pleiades gervitunglingu frá því í gær sýna að hraunið úr eldgosinu þekur 1,25 ferkílómetra í Meradölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. 15.8.2022 12:14
Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. 15.8.2022 11:26
Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15.8.2022 10:45
Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15.8.2022 08:48
Tveir bílar höfnuðu í á þegar brú hrundi í Noregi í morgun Fólksbíll og vörubíll höfnuðu að hluta í ánni Gudbrandsdalslågen, rétt norður af norska bænum Lillehammer, þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. 15.8.2022 08:09
Öldungadeildarþingmenn hitta leiðtoga Taívan þrátt fyrir reiði Kína Sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna mun í dag funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, þrátt fyrir reiði Kínverja. Fundurinn er sagður enn ein yfirlýsing Bandaríkjana á stuðningi þeirra við eyríkið, sem kínversk yfirvöld segja hluta af Kína. 15.8.2022 07:54
Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15.8.2022 07:37