Rútuslys á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3.2.2023 16:00
Spá að krabbameinum fjölgi um 52 prósent á Íslandi á næstu sautján árum Því er spáð að krabbameinstilvikum fjölgi um 52 prósent á Íslandi til ársins 2040. Það er mun meiri fjölgun en annars staðar í Evrópu, þar sem því er spáð að tilvikum fjölgi um 21 prósent á sama tíma.Krabbameinsfélagið segir breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar spila þarna lykilhlutverk. 3.2.2023 15:45
Allt að fjörutíu flóttamenn í Múlaþing á árinu Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Múlaþing mun taka á móti allt að fjörutíu flóttamönnum á árinu. 3.2.2023 15:27
Bæði fullviss um sigur í Félagsdómi Bæði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru fullviss um sigur í deilu SA og Eflingar fyrir Félagsdómi. Dómurinn kemur saman klukkan fjögur í dag til að skera úr um hvort boðuð verkföll Eflingar séu lögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara liggur fyrir. 3.2.2023 14:49
Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 3.2.2023 14:02
Ráðherra „vís til að kaupa hopphjól fyrir gæsluna í stað vélarinnar“ Þingmaður Viðreisnar segir dómsmálaráðherra vísan til að kaupa hopphjól fyrir Landhelgisgæsluna til að fylla í skarð flugvélarinnar sem á að selja. Hann segir ráðherra engan skilning hafa á mikilvægi flugvélarinnar. 3.2.2023 13:35
Konan sem lýst var eftir fundin heil á húfi Sjötug kona sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er fundin heil á húfi. Ekkert hafði spurst til hennar síðan síðdegis í gær en konan er með alzheimer. 3.2.2023 12:45
Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. 3.2.2023 09:44
Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3.2.2023 06:22
Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 2.2.2023 15:50