Átta ára drengur talinn hafa látist eftir að hafa fengið raflost Átta ára gamall ástralskur drengur er talinn hafa látist eftir að hafa fengið raflost á meðan hann var í fríi með fjölskyldunni sinni á Fídji. Drengurinn fannst meðvitundarlaus í blómabeði á hótelinu og var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í kjölfarið. 14.2.2023 10:07
Hvarf sporlaust en síminn og hundataumurinn urðu eftir Lögreglan í Bretlandi leitar enn lifandi ljósi að tveggja barna móður á fimmtugsaldri sem hvarf sporlaust fyrir rúmum tveimur vikum. Síðast sást til hennar þegar hún fór út að ganga með hundinn sinn við Wyre ána 27. janúar. 13.2.2023 13:31
Mesta kjarabót heimilanna að losna við krónuna Hagfræðingur segir það yrði mesta kjarabót heimilanna ef evra yrði tekin upp á Íslandi. Enginn íslenskur iðnaður vilji halda krónunni, stjórnmálamenn séu þeir einu sem vilji halda henni. 13.2.2023 11:21
Segja dularfullt andlát átta ára barns hræðilegt slys Átta ára gamalt barn búsett í Sydney í Ástralíu lést á Fídjí á fimmtudag í kjölfar þess að það fannst meðvitundarlaust í gróðurbeði í hótelgarði. Lögregla segir að um sé að ræða hræðilegt slys. 13.2.2023 10:18
Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. 13.2.2023 08:18
Rihanna og A$AP eiga von á öðru barni Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. 13.2.2023 07:44
Vita ekki hvernig fljúgandi furðuhlutirnir haldast á lofti Mikið hefur gengið á í lofthelgi Bandaríkjanna undanfarna daga. Bandaríkjaher hefur skotið niður fjóra fljúgandi hluti á átta dögum, síðast í gær. Að sögn talsmanna hefur svona ekki gerst innan bandarískrar lofthelgi á friðartímum. 13.2.2023 07:23
Eldur í ljósastaur og grunsamlegt Ofurskálaráhorf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast á þessari aðfaranótt mánudags þrátt fyrir leiðinlegt veður. Lögreglan var meðal annars kölluð út vegna skemmda í sameign í bílakjallara og vegna elds í ljósastaur. 13.2.2023 06:39
Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins. 13.2.2023 06:28
Svikamylla rafmyntadrottningarinnar gengur enn þrátt fyrir hvarfið Svikamylla rafmyntafyrirtækisins OneCoin, sem nú ber heitið One Ecosystem, gengur enn þrátt fyrir að stofnandi hennar hafi horfið sporlaust fyrir sex árum síðan. Rúmar tvær milljónir manna eru fjárfestar í svikamyllunni í dag en talið er að fyrirtækið hafi svikið billjónir út úr fjárfestum. 11.2.2023 07:01